Spennustöðin: Hermann Stefánsson

Nú hef ég lokið við Spennustöðina, bókina sem ég byrjaði á í gær. Enn þá á ég ekki orð til að lýsa henni. Það að er eitthvað svo fátæklegt að segja bara að hún sé góð og ef ég fer að nota sterk orð passar það ekki heldur því þetta er lágstemmd bók.

Í gær þegar, þegar ég lauk við bókina, var ég að koma af jarðarför vinar og fann sterkt fyrir tómleikanum sem fylgir því að vera endanlega búin að kveðja. Einkennileg tilviljun að að vera einmitt að lesa þessa bók. Ég hefði ekki getað valið lestrarefni sem hæfði betur líðan minni.

Í bókinni segir höfundur frá dvöl sinni í húsi afa síns og ömmu á Akureyri þar sem faðir hans ólst upp. Faðir hans er nýlátinn og hann rifjar upp minningar um hann og um sig og um allt. Hvernig var þetta?

Í raun er höfundurinn á ferðalagi, hann er að leita að manni. Hann er að leita að sér. Það þarf kjark til að fara í slíka landkönnun og skáldagáfu til segja frá henni. Ég var búin að skrifa inngang að þessu bloggi (er hægt að skrifa inngang að bloggi?) og leika mér að titlinum, með því að nota titilinn Spennustöðina: ekki spennusaga, á bloggið mitt. Ég var þá bara hálfnuð með bókina. En eftir að hafa lokið bókinni verð ég að viðurkenna að það er ekki alls kostar rétt að sagan sé ekki spennandi. Ég hafði áhyggjur af því hvernig sögumanni myndi vegna í þessari för, var hann ekki að taka of mikla áhættu? Skyldi hann sleppa heill frá þessu? Það var þó ekki spennan sem slík sem bar bókina uppi, heldur textinn, málið og hugsunin. Höfundinum tekst nefnilega til að fá lesandann (í þessu tilviki mig) til að fylgja sér á þessu erfiða ferðalagi inn á við, að leita að sjálfum sér, nema ég er að leita að mér. Þetta var eins og að lesa ljóð. Ljóð tala oft fyrir þig. Sumar bækur tala ekki bara fyrir mann og segja hvað maður er að hugsa, þær eru eins og tónlist sem segir þér hvernig þér líður. Mikið er gott að eiga þessa listamenn að. 

Ég sagði í upphafi að ég gæti ekki lýst þessari bók og það er rétt, ég finn það meðan ég er að setja þessar línur á blað. Fólk verður að lesa hana sjálft. Það eru margar fallegar setningar í þessari bók og ég veit að ég á eftir að lesa hana aftur. Og aftur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband