Spennustöðin: Ekki spennusaga

Ég er að lesa bók Hermanns Stefánssonar, Spennustöðina en ég ætla ekki að skrifa um hans núna, því ég er bara hálfnuð með lesturinn. Í þessu bloggi ætla ég að skrifa um hvernig hún kveikir á minningum og sem betur fer góðum minningum. 

Bókin segir frá dvöl rithöfundarins sjálfs og þegar hann dvelur á æskuheimili föður síns á Akureyri,í húsi afa síns og ömmu Þórhildar og Hermanns. Þau voru bæði íþróttakennarar við MA, Þórhildur kenndi mér íþróttir en Hermann kenndi mér ekki beinlínis en var allt í öllu þegar kom að félagsstarfi og söng. Það er merkilegt að eiga svona margar minningar um kennara sem ekki kenndi mér beinlínis. Hermann stóð fyrir því að nemendur lærðu að róa, ég man eftir dásamlegum haustdögum inn við Torfunesbryggju þar sem Pollurinn var spegilsléttur, hávaðasömum ferðum úr Útgarði, skíðaskàlanum sem brann og ,,vísindaferð" sem við fengum að fara í fjórða bekk til að skoða Öskjugosið. Hermann var einnig með okkur í bekkjarferðum. Ég hafði minni reynslu af Þórhildi og þar er mér sjálfri um að kenna. Ég kom úr sveitaskóla, Eiðum, og var búin að hafa karlkennara í leikfimi í þrjú ár sem lét okkur þjálfa krafta og snerpu. Það var því nýlunda fyrir mig að fá konu sem lagði áherslu á mjúkar hreyfingar og liðlegheit. Ég fékk það á tilfinninguna að Þórhildur vildi æfa upp hjá mér (og okkur öllum) kvenleika og mér féll það ekki. Ég var uppreisnarseggur og losaði mig út úr leikfiminni með því að ljúga mér út læknisvottorð. Ég held að það hafi verið hnén. Ég sá ekki eftir þessu fyrr en löngu seinna en ég er svo heppin að það hefur aldrei verið neitt að mér í hnjánum, annars hefði trúlega hvarflað að mér það væri refsing. 

Það er gaman að rifja þetta upp og það er gaman að kynnast þessu góða fólki nú frá annarri hlið. Lýsing Hermanns á lífi og lífsviðhorfi passar svo vel við hvernig ég minnist þeirra. Mig langar til að koma með beina tilvitnun í bókina:

,, Í fjölskyldunni ríkti jákvæðni og bjartsýni af því tagi sem stundum er fyrirlitin af gáfuðu fólki því þeir sem hafa höfuðið fullt af skýjum eiga gjarnan erfitt með að botna í heiðríkju og halda  hún sé eitthvað annað en hún er. En heiðríkja er það sem hún er, hrekkleysi, einlægni, hlýja, húmor, góðlyndi. Skýr hugsun."

Þetta er svo falleg setning. Hún lýsir þessu fólki svo vel eins og ég kynntist þeim. En líklega er ég svo hrifin af henni af því hún lýsir líka fleira fólki sem ég þekki og þekkti og þykir vænt um. Þetta var um mig og mínar minningar, ég ætla að skrifa um bókina þegar ég hef lokið henni.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband