Allt sundrast: Chinua Achebe

BA0172EE-79F6-483A-8D23-5A9DC480EE9D

Bókin Allt sundrast eftir nígeríska höfundinn Achebe (f. 1930 d. 2013) kom mér á óvart. Í kynningu í káputexta er sagt að í bókinnni sé sagt frá glímu- og bardagakappanum Okonkwo, sem hafi verið þekktur í hinum níu þorpum. Jafnframt er sagt, að með útkomu bókarinnar hafi orðið kaflaskil í söguritun  Afríku.

Sagan gerist í Nígeríu í lok 19. aldar. Höfundurinn er Igbo maður og sögusviðið er Igbo- þorp. (Í Wikipediu las ég að Igbo-tungumálið sé talað af 18 milljónum). Bókin kom út 1958 og fór sigurför um heiminn. 

Fram til þess tíma hafði söguritun verið í höndum erlendra höfunda, þessi saga er skrifuð af heimamanni. Ég skildi mikilvægi þessa enn betur, eftir að ég var komin inn í bókina. Þessa sögu gæti enginn skrifað nema sá sem þekkir samfélagið sem hann er að lýsa af eigin reynslu og hefur verið hluti af því. Það var afar fróðlegt  að kynnast samfélagi sem er svo ólíkt okkar en minnir stundum á þjóðfélag sem við þekkjum í gegnum fornbókmenntir okkar. Ég hugsaði oftar en einu sinni til Eyrbyggju og fleiri sagna.

Það sem kom mér á óvart, var hvað  bókin er spennandi og oft launfyndin.  Sagan er að því leyti merkileg að hún segir sögu samfélags, sem grundvallast á allt öðrum hugmyndum en okkar. Sumar þeirra eru grimmar frá okkur séð, aðrar eru beinlínis heimskulegar. Um leið eru margar hugmyndir góðar og skynsamlegar, ég tek dæmi um að hafa friðarviku til að mýkja hug guðanna áður en ræktun er hafin. Ég held að friðarvikur eigi alltaf við. Mér fannst lýsingin á dómstólunum snilld. En það sem mestu máli skiptir er að persónurnar lifna við og lesandanum er ekki sama hvernig örlög þeirra ráðast. 

Í lok sögunnar er hvíti maðurinn kominn til sögunnar og í hans huga er aldrei neinn vafi á hvað sé best fyrir þessa villimenn. Ég hef lesið mér til um bókina og höfundinn. Og nú veit ég að þetta er fyrsta sagan af þrem og ég vona svo sannarlega að hinar eigi eftir að koma út á íslensku.

Myndin af höfundi er sótt á netið 

 


Bloggfærslur 25. september 2018

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 187161

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband