Feitar kýr

5BD2A9F8-26E0-4499-8305-B38CFED0407C

Það mikið er rætt um velsæld. Þetta hefur ekki farið fram hjá mér, þótt ég sé ekki viss um hvað átt sé við.  Kaupmáttur launa hefur aldrei verið meiri (er sagt)  og einkaneyslan er í hámarki. Ýmsir benda þó á að hér í okkar ríka lendi sé fjármunum misskipt. Í umræðuna um kaupmátt er miðað við meðaltöl, sem er fölsk sannindi, því hér ríkir ekki jöfnuður. Langt í frá.

Flestir aðspurðir sjórnmálamenn segja, að þeir vilji stuðla að bættum kjörum hinna verst settu, en lítið gerist.

En mig langar til að skoða þennan hugmyndaheim, sem skilgreinir velsæld út frá krónum og aurum  (aurar heyra reyndar sögunni til). Mig langar til að skilja þankaganginn. 

Í mínum huga er Velsæld svo yfirgripsmikið hugtak, það nær langt út fyrir allt það sem við getum keypt, með því að draga fram budduna eða kortið. Í orðinu felst einnig  vitundin um að maður lifi eftir því gildismati, sem maður telur rétt, sé sannfærður um að maður sé góð manneskja og  vonin um að maður sjálfur og samfélagið sé á réttri leið. 

Þegar ég heyri talað um góðæri, detta mér alltaf kýrnar hans Faraós í hug. Ég kann mína Biblíu, trúlaus konan. Ótrúlega góð dæmisaga um hvað ber að gera í góðæri.

Smáupprifjun, því ég treysti því ekki að allir kunni þessa sögu.

Faró dreymdi að upp úr ánni Níl stigju sjö feitar kýr. Á eftir komu aðrar sjö magrar, sem gleyptu hinar í sig. Enn fremur dreymir hann sjö væn kornöx og sjö mjóslegin. Enginn ráðgjafi Farós treysti sér til að ráða drauminn. Útlendingurinn Jósef var kallaður til, sóttur í fangelsi. Hann réði draumana sem fyrirboða um hallæri. Jafnframt ráðlagði hann Faró að safna byrgðum til hörðu áranna. Að safna einum fimmta, hvorki meira né minna. Faró fannst þetta svo viturlegt að hann gerði Jósef  að fjármálaráðherra. 

Reyndar held ég að við Íslendingar ættum ekki að safna peningum, krónan okkar er svo dintótt og ekki treystandi. Ég held að við ættum heldur að leggja fyrir til mögru áranna með því að byggja upp innviði samfélagsins, samneysluna, listir og menntun og fleira og fleira. 

Af hverju hefur fjármálaráðherranum okkar ekki dottið þetta í hug? Ætli hann hafi skrópað í tímanum þar sem kennt var um drauma Faraós?


Bloggfærslur 1. september 2018

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 187192

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband