Í útlandinu

703C52E1-75BB-4230-8F53-E4757F1E201DÉg hef nú verið rúman hálfan mánuð á ferðalagi og er því farin að hugsa heim. Það er ekki nema eðlilegt að velta því fyrir sér um hvað ferðalög snúist eiginlega. Trúlega finnst ekkert eitt svar. Í mínu tilviki er ég að stækka heiminn, og svo tek ég eftir því, að ég er að hluta til alltaf stödd á Íslandi. Ég er stöðugt að bera saman. Nú er ég stödd í Hamborg og mér finnst að hjólastígarnir í Reykjavík séu betri. Veðrið er betra í Hamborg að því leyti að hér er hlýrra. Það getur líka verið ókostur en rigningin er þægilegri að því leyti að að hér nægir regnhlíf, heima þarf regngalla eða pollagalla. 

 

Hér í Hamborg fá hundar að ferðast í lestunum og ég sat við hlið hundaeiganda í morgun. Hundurinn var með blíðlega augu og það hefur eigandinn eflaust haft líka. Ég horfði meira á hundinn. Ég hef líka tekið eftir að víða við dyr verslana og veitingastaða eru dallar með vatni handa hundum til að lepja í hitanum. Þetta er ekki til heima, það er óþarft.

En ég hef ekki bara verið að skoða hundamenningu hér í Hamborg. Ég er búin að skoða margar kirkjur. Þær eru glæsilegar og allar opnar. En fólkið sem ég sá, var ferðamenn. Það er eins og hlutverki kirknannan sé lokið, nema til að beran vitni um fortíð. Ég velti ósjálfrátt fyrir mér hvað hafi tekið við. Hvað tignum við í dag?

Í gær sá ég í leikhúsinu leikrit Brechts, Góða sálin í Sesúan. Og ef ég man það rétt þá var þar söngur um peninga. Jafnvel gefið í skyn að þeir séu Guði æðri. Dásamlegt leikrit. 

En það verður gaman að koma heim í hverdaginn.

Sjáumst.


Bloggfærslur 29. ágúst 2018

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband