Dagur í lífi Ívans Denisovich

7D3BD486-5B7B-4D64-9CB9-404D6E777E74

Eftir að hafa lesið tvær bækur, Sívagó lælni og Lygn streymir Don, kaus ég að lesa stutta bók, Dagur í lífi Ívans Denisovich eftir Alekander Solzhenitsyn (fæddur 1918 dó 2008). Ég hafði lesið hana áður, svo ég vissi að hverju ég gekk. Bókin fjallar um einn dag, eins og ráða má af titlinum. En þar með er ekki sagt að hún sé stutt, því þetta er ósegjanlega langur dagur. Tíminn er svo lengi að líða að lengd hans er óskiljanleg, eins og fjarlægðir í geimnum. 

Bókin segir frá fanganum Ívan, hann er að afplána átta ára dóm. Hann er í vinnuhóp sem vinnur að því að byggja raforkuver, það er fimbulkuldi. Hann kann orðið á lífið í búðunum og veit hvað er hægt að gera og hvað ekki. Lesandinn fylgir honum í gegn um daginn og fræðist, því hann er stöðugt að meta hvað er skynsamlegt og hvað er hægt.

Hann er múrari og vinnur að því að byggja vegg. Hann keppist við, því þannig er best að halda á sér hita og fá daginn til að líða. Um leið og hann bollaleggur um eigin framtíð, sem hann ræður engu um, tekur hann dæmi af öðrum föngum svo lesandanum finnst hann fá nokkið breiða mynd af lífinu þarna. 

Solzhenitsyn hafði sjálfur verið í fangabúðum, hann notar þá reynslu sem efnivið. Samt er þessi bók ekki sjálfsævisöguleg. Það er Krabbadeildin aftur á móti, sem kom út 1967. Þá bók las ég á ensku stuttu eftir að hún kom út. Hún hafði mikil áhrif á mig. 

Bókin, Dagur í lífi Ívans Denisovich er fyrsta útgefna verk höfundar en hún er snilld. En vegna þess að hún hafði svo mikla pólitíska þýðingu, beindist athyglin fremur að pólitísku gildi hennar en að því bókmenntalega. Þetta sé ég þegar ég les mér til um umræður þessa tíma. 

Það er auðveldara að lesa þessa bók nú, heldur en í andrúmslofti kalda stríðsins, hún fær betur notið sín. Þá fannst manni að bókin fjallaði fyrst og fremst um Sovét og ógnartíma Stalíns. Nú veit maður að harðstjórarnir eru margir. Fer í raun fjölgandi.

Solzhenitsyn segir að það hafi slegið sig, þegar hann fór að kynnast fangabúðarvistinni, hvað margt var líkt með því sem hann upplifði eða frétti af og því sem hann þekkti úr sögusögnum frá tíma Zarins. 


Bloggfærslur 13. ágúst 2018

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 187110

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband