Blátt blóð: Oddný Eir Ævarsdóttir

 6A51D4C6-14E5-4B02-A60C-6699235E3C12

Saddir selja sig fyrir brauð
en hungraðir þurfa þess ekki.
Óbyrja elur sjö börn
en barnmörg móðir visnar.

Drottinn deyðir og lífgar,
sendir menn til heljar
og leiðir þá upp þaðan.

(Úr lofsöng Hönnu:Dómarabókin) 

 

Ég hafði fylgst með kynningu á bókinni,  Blátt Blóð og umræðum í fjölmiðlum,vissi hvert var viðgangsefnið. Ég ég hóf lesturinn með hálfum hug og hugsaði: „Þetta getur enginn. Það er dæmt til að mistakast.

Bókin fjallar um þrá  konu eftir því að verða móðir og baráttuna við að sigrast á ófrjósemi. Og um sorgina sem fylgir því að fá ekki von sína uppfyllta.

Þetta er í sjálfu sér ekki nýtt viðfangsefni, það er víða vikið að barnleysi í bókmenntum en ég hef aldrei séð það  tekið sem aðalefni, frekar í jaðri frásagnar um annað og oft afgreitt með einni setningum. “Þeim varð ekki barna auðið”,eða því er lýst sem óljósum skugga.

Sara kona Abrahams, hvetur hann til að liggja með ambátt sinni Hagar og hún ól honum son. Söru sem var komin af barneignaldri fannst hún niðurlægð. En Guð miskunnaði sig yfir haona og hún  ól honum soninn Ísak.

Konan í bók Oddnýjar Eirar er menntuð nútímakoma og nýtir sér þekkingu nútímans. Hún fylgist með tíðahringnum og hagar ástalífi eftir því. Þegar allt kemur fyrir ekki nýtir hún sér tæknifrjóvgun.Samband hennar við manninn þolir ekki álagið.  

Ég ætla ekki að rekja söguþráð bókarinnar því í bókum Oddnýjar er söguþráður ekki aðalatriði.Það sem gefur bókum hennar líf og gerir þær spennandi, eru tengingar í allar áttir. Oft heimspekilegar, sögulegar eða bókmenntalegar og oft fyndnar. En þótt höfundur leiki sér með heimspekina í hverdeginum, finnur maður tregann undir niðri.

Skáldin birtast henni í draumi og í vöku. Nietzsche svarar því til, þegar húnn biður hann að verða barnsfaðir sinn, „Þú átt verkin mín“.. Simon de Beauvoir sýnir henni hillu með bókunum sínum, þegar hún spyr hana út í barnleysið. Sjálf hugsar hún, konan í bókinni, öll góð listaverk eru gædd lífsneista. Að skapa listaverk er eins og að ala af sér líf.

Ég á erfitt með að halda þeim aðskildum, höfundi og aðalpersónu bókarinnar enda veit ég að Oddný byggir á eigin reynslu. 

Eftir að hafa lesið bókina, finnst mér að það sé afrek að skrifa um þetta tilfinningahlaðna efni.

 


Bloggfærslur 3. júlí 2018

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 187180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband