Jarðnæði: Oddný Eir Ævarsdóttir

F76D6420-ED38-437A-88FB-C0CEF429B110

Ég hef verið að lesa bókina Jarðnæði (kom út 2011) og velti því ósjálfrátt fyrir mér hver sé kjarni þessarar bókar. Að forminu til byggist hún á dagbókarfærslum höfundar og er því ævisöguleg. En hvað þýðir það? Það er eðli hverrar sjálfsævisögu, að hún hleypir fólki ekki nær höfundi en hann vill sjálfur. Það sem hann kýs að segja er meðvitað  og einkennist ýmist af því, hvaða mynd hann vill draga upp af sér eða hvaða boðskap hann vill koma  á framfæri. Nema hvort tveggja sé. 

Í tilviki Oddnýjar finnst mér áherslan sé einkum á hið síðarnefnda, hún vill kryfja hvernig   landið, þjóðin, maðurinn og tungan tengjast og deila því með okkur lesendum sínum . Ekkert minna. Unga konan í bókinni er menntuð og nógu vel stæð til að valið er hennar. Hún vill vanda sig, velja sér land og búsetuform út frá sjálfri sér. Út frá sinni sögu, sögu fólksins síns og  því sem hentar henni, nútímakonunni. Það er mikilvægt að ganga ekki á rétt landsins. Hún vill vera sönn og frjáls. Móta líf sitt. Framtíðin er óútfyllt blað, umsókn um jarðnæði.

Bókin kemur út 2011 og er því skrifuð í kjölfar HRUNSINS, fólk er enn að leita svara um hvernig gat svona lagað gat gerst, vill læra af mistökunum og móta Lífið sitt upp á nýtt. Mér finnst frískandi að anda að mér þessu andrúmslofti.  

Þráður sögunnar er ferðalag höfundar um heiminn og Ísland þar með talið. Ég las bókina fyrir nokkru, þegar ég var sjálf í heimsókn á æskustöðvunum, gekk grónar götur og skoðaði húsatóftir bæjar sem var og hét meðan jarðnæði var enn eign. Ég var því sérstaklega móttækileg fyrir því sem ég tel aðalefni bókarinnar, að lifa í sátt við sjálfan sig og landið. Kannski hef ég lesið þetta inn í bókina, því það var áhrifamikið að heimsækja sveitina mína sem ekki er  lengur til (Breiðdalshreppur sameinaðist Fjarðarbyggð í síðustu kosningum).

Heimsókn hennar á slóðir Wordsworth systkinanna er bókmenntalega fróðleg, auk þess setti hún í gang vangaveltur  um nálægð. Hversu mikið þarf maður að afsala af sjálfum sér til að öðlast nálægð? Er kannski best að vera einn.

Það er margt fleira til umfjöllunar í þessari bók en jarðnæði, að lesa hana er svolítið eins og að eiga samtal við höfundinn, hún segir frá svo mörgu sem kveikir hugsanir, innra samtal.

Þegar ég yfirgaf æskuslóðir mínar voru tvær flugvélar á Egilsstaðaflugvelli. Mér var sagt að sú stærri væri í eigu mannsins sem er að kaupa upp jarðir á á Austurlandi. Hin var  frá flugfélaginu sem ég átti flug með. Það heitir erlendu nafni sem ég ætla ekki að læra.

Já, þessi bók er eins og samtal.

Myndin er frá mínum æskuslóðum.  

 


Bloggfærslur 16. júlí 2018

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband