Undirferli: Oddný Eir Ævarsdóttir

93A5EABB-D4D6-412F-998B-230B87FB2984

Stundum fæ ég samviskubit yfir því að vanrækja nýja höfunda. Þá tek ég mér tak og les nokkrar bækur í röð. Ég verð yfirleitt ekki fyrir vonbrigðum en svo sækir í sama farið, ég leggst í gamlar bækur. Ég er strax farin að gæla við að næsta bók verði Eyrbyggja. 

Eg hef lengi ætlað að lesa bækur eftir Oddnýju Eir, hef fylgst með henni. Ég held að kveikjan að því að ég lét verða af lestrinum, sé kápan á bókinni Undirferli, síðustu bók hennar. Mikið óskaplega er bókin falleg. En fyrst las ég Blátt blóð (2015) og Jarðnæði (2011). Ég ætla að segja frá þeim í öfugri röð, skrifa fyrst um Undirferli. 

Þetta er stutt bók, tekur aðeins 4 klukkustundir í hlustun, höfundur les bókina sjálfur og gerir það vel. Bókin er að forminu til glæpasaga og rammi frásagnarinnar er annars vegar skýrsla sem er gerð á Lögreglustöðinni í Vestmannaeyjum og hins vegar skýrsla sálfræðings í Reykjavík, sem hjálpar vísindakonunni Írisi  og Smára sem vinnur sem aðstoðarmaður hennar, að vinna úr áföllum sínum, en það tekur á að vera botin röngum sakargiftum, ég tala nú ekki um þegar ákæran kemur frá þeim sem maður treystir. 

Málið snýst um rannsóknir á veiru sem hefur fundist í Surtsey og um hvernig maður umgengst verðmæti, sem tengjast náttúrunni og því að því að bera ábyrgð á einstakri náttúru. Þótt sagan hverfist um “glæp” er sú framvinda aðalatriði þessarar bókar. Aðalatriði hennar fjölmargt og ég ætla að nefna nokkir málefni. Bókin fjallar um samskipti fólks, hvernig manneskjan getur verið heiðarleg við sig og aðra. Hvernig maður umgengst náttúruna og hvernig fólk deilir verðmætum og síðast en ekki síst hvernig við umgöngumst jörðina. Öll frásagan er með ævintýrablæ. Við sögu kemur mælitæki sem Smári eðlisfræðingur er að þróa og bilið á illi yfirskilvitslegra hluta og jarðbundinna er hverfandi. Það er eiginlega merkilegt að ég, þessi jarðbundna kona skuli hafa gaman af þessu. En það sem heillar mig er leikur skáldsins með málið, hvernig hún hoppar á milli þess hversdagslega í núinu yfir í gamlar mýtur og bókmenntalegar og trúarlegar vísanir. Og svo hefur hún lúmskan kittlandi húmor. Ég gleðst oft yfir fundvíst hennar. En þetta er ekki bara saga um glæp, þetta er líka ástarsaga. 

En af því að bókin er byggð upp eins og sakamálasagna, bjóst ég alveg eins við að í lolin kæmi einhvers konar twist eða brella þar sem öllu yrðisnúiða hvolf. En svo varð ekki. Í staðinn verður frásagan en ævintýralegri. Stundum fannst mér ég vera að lesa unglingabók í ætt við Harry Potter. 

Þessi bók gladdi mig. 

Næst ætla ég að segja frá bók Oddnýjar, Blátt blóð, sem fjallar um þrá konu eftir því að verða móðir.


Bloggfærslur 19. júní 2018

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 187180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband