Glansmyndasafnararnir: Færeysk snilld

BD59ED05-25A0-4A01-81AB-FA7105881297

Ég veit ekki hvar ég var þegar Glansmyndasafnararnir komu út. Það var árið 2013 og ég tók ekki eftir því. Þó hef ég sérstakt dálæti á færeyskum bókum, hef reyndar lesið nokkrar á frummálinu með hjálp orðabókar. Það var meðan augun voru enn í lagi. Þetta get ég ekki lengur og ég skil ekki talaða færeysku og get því ekki nýtt mér hljóðbækur. Ergilegt. Kannski vantar mig bara þjálfun.

Ég rakst á Glansmyndasafnararana fyrir heppni. Lestrarfélagið mitt hafði ákveðið að hafa færeyskt þema. Allir lásu færeyska bók að eigin vali. Þá allt í einu blasti við mér þessi undarlega bók (sjá mynd).

Strax í upphafi sögunnar er manni dempt inn í óhugnanlega atburðarás. Sögumaður gerir grein fyrir  efni bókarinnar. Hún fjallar um örlög sex drengja sem allir gengu í kaþólskan einkaskóla í Þórshöfn. Þeir voru fæddir 1952 og allir dánir þegar sagan er sögð. Að loknum þessum inngangi hefst hin eiginlega frásögn. Hún grípur mann strax. Ég fór meira að segja að velta því fyrir mér hvort sagan sé sönn, að hún  byggi á raunverulegu fólki og raunverulegum atburðum. Ekki veit ég hvernig því er háttað en það er ekki ný upplifun fyrir mig, ef mér finnst bók góð, trúi ég hverju orði. 

En sagan segir ekki bara sögu þessara sex einstaklinga, heldur  sögu fjölda fólks sem tengdist þeim. Bókin er í raun mögnuð aldarfarslýsing. Örlög þessara drengja og seinna ungu manna, sem ná að komast á legg, snertu mig djúpt. 

Höfundurinn Jóanes Nielsen er fæddur 1953. Hann er þekktur fyrir ritstörf sín í Færeyjum, þetta er þriðja skáldsaga hanns, en hann hefur einnig skrifað ljóð og leikverk. Ég hef sem sagt ekki verið með á nótunum. Bókin er þýdd af Kristínu Svanhildi Ólafsdóttur og hljóðbókin er lesin af Sigurði Skúlasyni, sem er frábær lesari. Þetta var sem sagt veisla fyrir bókelskandi konu eins og mig. En efnið var nístandi svo samlíkingin um veislu er e.t.v. ekki vel valin.

Þessi bók er svo vel skrifuð að oft langaði mig til að muna orðin og setningarnar. Þetta er þriðji Færeyingurinn í röð sem ég les, sem hefur snilligáfu. Ber af. Hinir eru Heinesen og Carl Jóhan Jensen. Hvað er með þetta litla land að það skuli ala af sér svona marga snillinga?


Bloggfærslur 13. júní 2018

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband