Hnattvæðing, Jón Ormur og kóngabrúðkaup

 EFEC8D0A-8F5B-477B-8DF9-6531921932E2

 “Samtími okkar einkennist  af víðtækum og djúpstæðum breytingum í heiminum í pólitískum, efnahagslegum, lýðfræðilegum og menningarlegum skilningi. Um leið hefur heimsvæðingin séð til þess að það sem áður var fjarlægt er komið í návígi og mótar aðstæður fólks og möguleika. Ný stórveldi eflast, sum stórkostlega eins og Kína og brátt Indland, en önnur eru að missa mátt sinn til áhrifa. Sagan sýnir að breytingum á valdahlutföllum hafa jafnan fylgt sérstakar hættur og alvarleg átök. Við lifum því viðsjárverða tíma þegar miklu skiptir að skilja hagsmuni, styrk, veikleika og fyrirætlanir ríkja og stórvelda. Bókin Breyttur heimur varpar ljósi á ýmsar óraflóknar og hnattrænar átakalínur okkar tíma og sýnir þær sem samhangandi og skiljanlega heild.”

Sem sjá má er þessi klausa innan gæsalappa og því ekki mín. Ég er að lesa/hlusta á bók Jóns Orms Halldórssonar, Breyttur heimur og tekin úr innihaldslýsingu á vef Hljóðbókasafnsins Íslands. Þetta er merkileg bók, Jón Ormur gerir nákvæmlega það sem segir í titlinum, hann dregur upp mynd af nýjum oh breyttum heimi. Valdahlutföllin hafa kannski ekki breyst enn, en efnahagsleg staða er allt önnur. Það þarf að huga að mörgu. Hvaða hagkerfi, stjórnkerfi, menningarherrar, standa best? Fyrirtækjaheimurinn liggur þvert á landamæri. Lýðræði og lífskjör fara ekki endilega saman. Það er eins og tími og rúm hafi skroppið saman, fjarlægðir hafa minnkað og allt gerist hraðar. 

Ein af stóru breytingunum sem Jón Ormur lýsir er dvínandi áhrif breska heimsveldisins. Nú eru áhrif þeirra frekar menningarleg en heimsvaldaleg. Næstum því upp á punt. Og það er einmitt það sem er að gerast í, þegar heimurinn skemmtir sér við að horfa á konunglegt brúðkaup. Það gerði ég ekki. Þess í stað las ég vænan skammt í Breyttur heimur. Þetta er löng bók, sem rétt er að taka í áföngum. 

Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, er hugurinn er stilltur inn á hvað skiptir máli hér og nú. Hversu mikil áhrif einstaklingur getur haft með atkvæði sínu. Ég fyllist ugg um að fólk sé leitt á pólitík, sérstaklega þegar kemur að því að hinu stóra samhengi. Kannski getur eitt lítið vel heppnað kóngabrúðkaup lífgað upp á pólitíska hugsun. Eða svæft hana. 

 


Bloggfærslur 19. maí 2018

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 187189

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband