Morðið í leshringnum: Guðrún Guðlaugsdóttir

8919BB6F-7F2E-4B20-BE03-740F9675434C

Oft hellist yfir mig löngun til að fylgjast betur með og lesa fleiri nýjar íslenskar bækur. En þegar maður hneigist til eldri bóka, helst þeirra sem maður hefur lesið áður verður nýmetið út undan. Ég tala nú ekki um þegar maður festist í löngum bókum. Af og til sting ég þó inn á milli bók og bók. 

Nýlega lauk ég við bók Guðrúnar Gunnlaugsdóttur, Morðið í leshringnum. Ég er sjálf í tveimur leshringjum.  

Blaðakonan Alma fær tilboð til að skrifa ævisögu fjármála- og ævintýrakonunnar Kamillu von Adelbert. Þetta er tilboð sem hún getur illa hafnað, því blaðamennska í blaðaheiminum í dag getur verið ótryggur starfsvettvangur. Alma er hikandi, því henni fellur ekki við við,æla dansinn en Skörungurinn Kamilla von Adelbert er ekki vön því að tilboðum hennar sé hafnað. 

Blaðakonan Alma stendur á vissum tímamótum í lífinu. Hún er skilin (maðurinn fór frá henni), dæturnar búa erlendis og hún er nýflutt inn í nýja íbúð. Hana hefur lengi langað að skrifa um sína eigin ættarsögu og þegar hún kemst að því að saga Kamillu tengist hennar eigin sögu verður það henni hvatning til að taka tilboðinu og sætta sig við viðmælandann eins og hann er. Hún á eina nána vinkonu, samband þeirra er náið. Þær tvær ákveða að fara á kyrrðarviku í Skálholti. Og viti menn, þar er Kamilla von Adelbert líka mætt með bókaklúbbinn sinn. Nú fer ýmislegt óvænt að gerast. Gömul kona, einn þátttakandinn kyrrðarvökunnar finnst látin.  

Þegar Alma sem er þaulvanur blaðamaður er búin að taka upp fleiri, fleiri spólur mað viðtölum við Kamillu, vill sú síðarnefnda að hún hitti vinkonur sínar, til að hún fái gleggri mynd af því hvað hún stendur fyrir. Þetta er gamall vinkvennahópur, sem hefur haldið saman síðan þær voru í Húsmæðraskólanum á Ísafirði meðan hann var og hét. 

Lát konunnar í Skálholti bar ekki að með eðlilegum hætti og þegar blaðakonan Alma fer að kryfja málið (reyndar með aðstoð kunningja í löggunni) kemst hún að því að rætur glæpsins liggja djúpt. Þessi bók minnir mig á sögur Camillu Läckberg nema að mér finnst hún enn betri. Öllum smáatriðum er mjög vel lýst og það koma í ljós sögur inni í sögunni, sem eru ekki síður spennandi en sjálf glæpasagan. Er hægt að blása lífi í kulnað ástarsamband? Verður framtíð stjúpsonar vinkonunnar sem hefur alist upp í Frakklandi e.t.v. á Íslandi eftir allt saman?

Mér fannst sem sagt mjög gaman  að lesa þessa bók en þetta er, þótt skömm sé frá að segja, fyrsta bókin sem ég les eftir Guðrúnu en hún hefur skrifað fjölda bóka. 

Fyrir nokkru las ég bók Ármanns Jakobssonar, Brotahöfuð. Þar segir líka frá blaðakonu sem tekur að sér að skrifa ævisögu mest vegna þess að vinnan hennar , blaðamennska n,er svo ótrygg. Eins og við þurfum nú á góðri blaðamennskun að halda í heimi sem þenst út og verður sífellt flóknari.  

Góðar sögur eru spegill samtíðar. 


Bloggfærslur 26. apríl 2018

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 187108

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband