Yrsa Þöll Gylfadóttir, Móðurlíf, blönduð tækni

B8199544-0399-47D4-8540-DD22BF82D571

Þegar ég frétti að von væri á bók frá Yrsu Þöll, varð ég spennt. Ég las Tregðulögmálið sem kom út 2010 og líkaði hún vel. Þarna var greinilega pælari á ferð, ung kona sem,vill skoða stöðuna í nútímanum í ljósi feminiskra fræða og gilda. Þannig er þetta í minningunni. Síðan eru átta ár.

Móðurlíf
Eftir að hafa hlustað á kynningu á bókinni í Kiljunni og á Yrsu Þöll sjálfa lesa úr henni á bókarkynningu hjá MFÍK, fannst mér ég vera vel undir lesturinn búin. Ég beið þolinmóð eftir að hún væri lesin inn sem hljóðbók hjá hbs. Það er nefnilega betra að vera þolinmóður ef maður stríðir við þá fötlun að geta ekki lengur lesið sjálf.


Yrsa les bókina sjálf og hún er glettilega góður lesari.
Ég átti von á bók um konu sem er að glíma við að fá hið erfiða dæmi, að vera í senn listakona, móðir og eiginkona, til að ganga upp. Bók eitthvað í líkingu við Dísu Mjöll eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur frá 1953. Dísa Mjöll er myndlistarkona en ég skildi að Þórunn var að skrifa um eigin stöðu. Frábær bók. Dæmið gekk ekki upp hjá Dísu Mjöll.


Aðalpersónan í bók Yrsu er Kamilla, dóttir framsæknu listakonunnar Sirríar. Listakona sem setti svip á listalífið á síðari hluta 20. aldar er nú látin fyrir 15 árum. Sirrí var umdeild á sínum tíma, bæði fyrir list sína og líferni. Nú hefur listaheimurinn enduruppgötvað hana og ætlar að setja upp sýningu á Kjarvalsstöðum. Sýningarstjórinn Þórey, leitar til Kamillu um að vera sér innar handar. Reyndar leitar hún líka til bróður síns Ágústs en hann er bitur út í móður sína, finnst hún hafa svikið fjölskylduna og vill ekki koma nálægt þessu.
Kamilla, aftur á móti, sér þetta sem tækifæri til að kynnast móðurinni sem hún þekkti svo lítið og slær til.


Hún hefur tíma, eina barnið, drengur, næstum fluttur að heiman til kærustu. Kamilla lifir átakalitlu lífi. Hún er menntuð söngkona en andstætt móður sinni, sættir hún sig við að vera ekki að umbylta list sinni og keppa við þá bestu. Hún vinnur fyrir sér með því að syngja við jarðarfarir og taka að sér smærri verkefni.Þegar kemur í ljós að lítið er vitað um árin sem Sirrí var í Ameríku við nám, tekur Kamilla að sér að skoða þann þátt í lífi móður sinnar. Þetta verkefni á eftir að vinda upp á sig. En ég ætla ekki að rekja þráð sögunnarlengra. Endirinn verður að fá að koma á óvart.

Þessi bók leynir á sér. Hún er lágstemmd, frásögnin byggir á innra samtali Kamillu, hún er að ráða ráðum sínum. Hvað eftir annað er vikið að stöðu listarinnar í samfélaginu, spennunni sem myndast við kröfuna um að list sé í senn sígild og í stöðugri endurskoðun. Krafan um að skapa og rífa niður getur virst óleysanleg mótsetning. Kannski á þetta eitthvað skylt við klemmuna sem Kamilla er búin að koma sér í, hún vill greinilega forðast að feta í spor móður sinnar. Kamilla tekur ekki áhættu og reynir í lengstu lög að taka ekki afstöðu til móður sinnar, slétta úr misfellum og vera sátt. En sannleikurinn vitjar hennar.
Og hvað gerir Kamilla þá?


Bloggfærslur 6. mars 2018

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 187116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband