Líf í tónum: Ćvisaga Jóns Leifs eftir Árna Heimi Ingólfsson

 1D75EF1E-CC15-43FE-AAF6-22C8EA7994AE

Líf í tónum

Loksins hef ég lokiđ viđ bók Árna Heimis Ingólfssonar um Jón Leifs, Líf í tónum. Hún kom út 2009. Hún var keypt á heimiliđ sama ár en ég lagđi hreint ekki í hana. Hún er í stóru broti, 368 síđur, auk tilvísana, heimildaskrár, tónverkaskrár og fleiri skráa. Og svo voru augun farin ađ gefa sig. 
Tíminn leiđ. Ţegar ég sá ađ ţađ var búiđ ađ lesa bókina inn hjá Hljóđbókasafni Íslands, lét ég verđa af ţví. Ég var forvitin um ţennan mann sem ég hef heyrt svo margar misjafnar sögur um.


Bókin hreif mig ţegar í upphafi. Ţetta er klassísk ćvisaga. Hefst á ţví ađ segja frá ćtt og uppruna, föđurćttin ađ norđan, úr Austur-Húnavatnssýslu og móđurćttin ađ vestan, frá Reykhólum. Stöndugt og vel ţokkađ fólk. Jón fćddist á Sólheimum í Svínavatnshreppi 1899 en fjölskyldan flutti suđur ári síđar til Reykjavíkur og ţar ólst hann upp í stórum barnaskara. Hann lagđi stund á tónslistarnám og fann ađ framtíđ hans lá ţar. Sótti um nám í tónlistarháskólanum í Leipzig og hóf nám ţar 1916. Ţar, lćrđi hann og lagđi grunninn ađ lífi sínu sem tónlistarmanns og persónu.

Árni Heimir lýsir ţessu öllu undur vel. En hann lýsir ekki bara Jóni og lífi hans, hann lýsir um leiđ samfélaginu sem mótađi hann, fyrst á Íslandi, síđar í Ţýskalandi. Bókin er ţví allt í senn, ćvisaga ţessa undarlega manns, tónlistar – og menningarsaga ţessa umbrotatíma.
Árni Heimir fjallar ítarlega um tilurđ verka hans og hvađ vakti fyrir höfundi. Ţađ kom mér á óvart, hversu vel mér gekk, ótónlistarlćrđri manneskjunni, ađ fylgja honum. Fyrir ţá sem meira kunna er bókin eflaust enn meira gefandi. Ég ćtla ekki ađ rekja efni sögunnar frekar hér.
Jón var umdeildur mađur á sínum tíma og eftir ađ hafa lesiđ ţessa bók skil ég vel hvers vegna. Árni Heimir er hreinskilinn um galla hans og reynir hvorki ađ afsaka hann eđa áfellast. Ţegar mér ofbauđ drambiđ og frekjan hugsađi ég ósjálfrátt um sambandiđ á milli listamanns og verka hans. Jón Leif er ekki eini listamađurinn sem kveikir ţá tilfinningu hjá manni ađ langa ekki til ađ hafa hann nćrri sér, ţótt hann hafiskapađ falleg verk.


Bókin kveikti í mér. Ég er búin ađ taka fram ţađ sem til er á heimilinu af tónlist Jón Leifs og ég er búin ađ hlusta á Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja Eddu ll í Hörpu . Í gćr skođađi ég litla sýningu un Jón Leifs í Ţjóđarbókhlöđunni. Hvar endar ţetta?


Ég hef lćrt ađ hlusta betur og nú veit ég ađ mađur áekki ađ láta verkin líđa fyrir skapara sinn.


Ţessi bók skilur mikiđ eftir og mig langar í lokin til ađ hrósa Árna Heimi fyrir hve vel honum tekst ađ koma flóknu efni til skila.


Bloggfćrslur 29. mars 2018

Um bloggiđ

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband