Mannsævi: Robert Seethaler

3BCEA2C7-5C52-4A69-9CBF-2C80B5D5005D

 

Nú er er komið að því sem er leiðinlegast af öllu. Að segja frá bók sem ég náði ekki almennilega sambandi við. Ætti ég ekki bara að sleppa því? Nei, hugsa ég,þá er grundvöllurinn hruninn. Var ekki tilgangur skrifanna og að setja þær á netið að kryfja bækurnar sem þú lest? Ég verð að segja sannleikann hugsa ég, eins og alkóhólisti á AA fundi. Svona tek ég mig alvarlega.


Bókin Mannsævi eftir Robert Seethaler (f. 1966). Þetta er lítil saga. Hún rekur ævi Egger, sem kemur sem barn til fjallaþorps í Ölpunum um aldamótin og elst þar upp við slæmt atlæti. Afar slæmt. Hann dvelur í þessu þorpi til æviloka, þó með þeirri undantekningu, að hann fer sem hermaður í seinni heimsstyrjöldinni til Sovétríkjanna. Hann hafði heima í þorpinu unnið sem sprengju- og fjallaklifurmaður, í stríðinu í Kákasus reyndi á þessa hæfileika. En stríð hans verður ekki langt, einungis tveir mánuðir. Hann er tekinn til fanga og síðar sendur í vinnubúðir, Gúlag. Hann er alls átta ár í Sovét. Heimkominn að stríðinu og fangavistinni lokinni,vill hann taka til þar sem frá var horfið. Hann sækir um vinnu hjá fyrirtækinu sem hann vann hjá. Það olli straumhvörfum þegar það kom til þorpsins á sínum tíma en tímarnir hafa breyst. Hans er ekki þörf svo hann gerðist fjallaleiðsögumaður
Fyrir stríð upplifði Egger ástina. Hún var skammvinn því aurskriða sem féll úr fjöllunum svipti burt ástinni, heimili hans og jarðarskika sem hann hafði keypt. Allt í einum vettvangi.


Egger fæðist og deyr sem einstæðingur. Ég sé, af því að ég hef lesið mér til um höfundinn og bókina að hann fær hrós fyrir hversu vel honum tekst að láta lífshlaup eins manns á spegla framvindu 20. aldarinnar í Evrópu. Ég læt mér fátt um og finnst. Flestar vel skrifaðar bækur spegla aldarhátt, hann er sögusvið lífs og atburða. En mikið er þessi heimur ólíkur þeim sem Stefán Zweig lýsir í Veröld sem var. Öll berum við okkar heim inni okkur. Virðumst með hann. 


Þetta er lítil bók, nóvella. Hún er fallega fágengin en hreif mig ekki. Ég trúi ekki því sem sagt er, það snertir mig ekki og ég hef velt fyrir mér hvers vegna. Er flensan enn að skrattast í mér? Bókin er vinsældabók (best seller) svo mér finnst að ég þurfi að vita af hverju ég dáist ekki að henni líka.


Ég held að það hafi með flöktandi sjónarhorn frásagnarinnar að gera. Stundum tjáir sögumaður innsta hug og minningar Eggers, aðalpersónu sögunnar, nánast eins og hann segi sjálfur frá. En samtímis lýsir hann honum utanfrá eins og hann sé vitni að því sem gerist. Þá minnir frásögnin mig á sögur okkar af kynlegum kvistum.
Þetta flökt á staðsetningu gerir mig sjóveika.


Lokaorð
Þegar ég næ ekki sambandi við bók sem allir hrósa, sit ég uppi með tilfinninguna að það sé eitthvað að mér. Þess vegna þessi pistill.


Bloggfærslur 17. mars 2018

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 187118

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband