Framtak eða frekja?

C909AB31-C287-45D4-B41E-05D646ADF4C8

Eitt af því sem ég geri mér til gleði og heilsubótar er að fara í sund. Ég hef komið mér upp fastri rútínu sem ég fylgi stíft. Það er þægilegast þannig.

Fyrst syndi ég skylduna, 200 m. Með blandaðri aðferð. Síðan dvel ég í nuddpottinum og læt hitann og nuddið vinna á stífum vöðvum. Svo tutt loftbað. Þá fer ég í heitasta pottinn og ef enginn er í pottinum, læt ég mig fljóta á bakinu og horfi á himininn. Þetta er toppurinn á sundferðinni en honum fylgir sá óvissuþáttur, að ef einhver kemur í pottinn, verð ég að hætta. Loks fer ég í loftbað eða sólbað eftir aðstæðum. Sundferðinni lýk ég svo með því að fara í eimbað.

Í tvígang hefur það gerst, nú í síðustu sundferðum, að þegar ég er búin að koma mér fyrir í gufunni, að inn kemur einn og sami maðurinn og  án þess að spyrja nokkurn, fiktað hann við hitaútblasturinn með  þeim afleiðingum að hitinn snarhækkar.  Þetta er eitthvert trix sem ég kann ekki. Laks dæsir karlinn harla ánægður með sig. 

Ég fyrir mitt leyti vil helst ekki hafa baðið mjög heitt, svo þetta styttir dvöl mína og ruglar rútínuna sem mér finnst svo þægileg.

Þetta er ekki stórt mál og alls ekki vandamál. En ég velti fyrir mér hvort þessi hegðun mannsins væri sprottin af frekju eða framtaksemi. 

Kannski fer þetta tvennt saman. 

 

 


Bloggfærslur 13. mars 2018

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband