Rassfar í steini: Jón B. Björnsson

 93E58233-E298-47C2-9076-E6B3AF36B6A0

Rassfar í steini

Það er eitthvað með mig og jólabækur, ég forðast í lengstu lög að lesa þær. Mér er ekki fyllilega ljóst hver ástæðan er, en held að hún sé þessi: Í  auglýsingahamförum jólabókaflóðsins er höfundum  gjarnan stillt upp sem  keppendum, mönnum eða hestum sem maður veðjar á og með því að kaupa bók eða lesa. Allt í einu  er ég orðin þátttakandi í einhverri keppni, sem ég vil helst ekkert vita um. Ég stend nefnilega með öllum.

Ef skilgreining á jólabók er, bók sem kemur út fyrir jólin, er ég að gera undantekningu nú, þegar ég lesbók Jóns B. Björnssonar nú. Ég veit ekki hvort það er myndin af rassfarinu sem prýðir kápuna eða af því Jón er gamall vinur og ég á  von á góðri bók.

Bókin segir frá ferðalagi Jóns, við annan mann, um Ólafsveginn sem liggur þvert yfir Skandinavíuskagann frá Selånger til Niðaróss. Þetta er leiðin sem Ólafur helgi fór í sinni hinstu för, þegar hann ætlaði að endurheimta konungdóm í Noregi en heimamenn vildu hann ekki og drápu við Stiklastaði sem frægt er orðið. Munurinn á ferðamáta Jóns og Ólafs er að hann reið fyrir miklum her en Jón hjólaði með friðsemdarmanni. Auðvitað er út í hött að bera þetta saman, allt er breytt og þó sérstaklega hugmyndir mannanna og tíðarandinn og það er einmitt þetta tvennt, sem Jón tekur að sér að lýsa.

Það mætti orða það svo að Jón  hjólar í gegnum söguna, því um leið og hann lýsir ferð sinni rifjar hann upp frásagnir af atburðum fortíðar. Margar þessar sögur tengjast Ólafi helga og köppum fortíðar og hugmyndum þeirra tíðar manna við að kristna fólk en alls ekki allar. Maður á reiðhjóli hefur góðan tíma til að hugsa og stundum fer  hjólreiðarmaðurinn út um víðan völl og fræðir mann um líf þessa heims og annars og hann munar ekkert um að taka jarðsöguna í leiðinni.

En fyrst og fremst er þetta hugmyndasaga. Þótt máltækið segi að Orð séu til alls fyrst er það í raun hugsunin sem er aflvaki alls sem gert er.

 Ég verð líklega að láta þess getið að það sem einkennir frásagnarmáta Jóns er hans sérstaki húmor, sem ég treysti mér ekki til að lýsa. Held reyndar að það sé jafn vitlaust að lýsa húmor og að útskýra  brandara.

Ég hafði áður lesið bók Jóns Á JAKOBSVEGI, HUGSAÐ UPPHÁTT (2002) en átti ólesna bók hans úr Austurvegi, sem hann nefnir MEÐ SKÖR JÁRNTJALDS, HUGSAÐ UPPHÁTT  (2006). Henni lauk ég í framhaldi af Rassfarinu og mun segja frá henni í næsta pistli. Allar þessar bækur eru klassík, þ. e. Það má lesa þær óháð útgáfuári.                      


Bloggfærslur 30. desember 2018

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 187116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband