Sorgarmarsinn:Gyrðir Elíasson

CE0BAB69-C0C3-4B16-A6CC-4EB4AF2E3FA9

Bækur Gyrðis Elíassonar hafa svo sterka nærveru að ég man nákvæmlega hvar ég var stödd þegar las þær. Rétt eins og þegar ég frétti af Vestmannaeyjargosinu og morðinu á Kennedy. Þó einkennast þessar bækur af lágstemmdri frásögn um hversdagslega hluti.  

Sorgarmarsinn bókin sem kom út núna 2018 tengist tveimur fyrri bókum hans, Sandárbókinni (2007)  og Suðurglugganum (2012). Sandárbókina las ég meðan augun mín gátu enn þjónað duttlungum mínum, hinar hef ég hlustað á sem hljóðbækur. Það sem þessar bækur eiga sameiginlegt, er að þær fjalla allar um mann á miðjum aldri, sem dvelur í sumarhúsi. Einn með sjálfum sér. Það er eins og lífið hafi numið staðar. Þessir menn ígrunda stöðu sína, hvers vegna er svona komið fyrir þeim.

Hafa þeir kosið sér þetta hlutskipti, einveruna, eða eru þeir yfirgefnir af öllum. Allir eiga þeir það sameiginlegt að þeir fást við listsköpun.

Sandárbókin fjallar um listmálara, Suðurglugginn um rithöfund og Sorgarmarsinn um mann sem fæst við tónlist.

Mér finnst þó ekki að höfundur sé endilega að kryfja stöðu listamannsins. Viðfangsefni hans er annað og meira. Hann er að fjalla um líf allra manna. Lífið sjálft.

Ég var ekkert sérstaklega hrifin af Sandárbókinni við fyrsta lestur. Vandræðagangurinn á manninum pirraði mig. Mig langaði til að taka í öxlina á honum og hrista hann til. Þetta var 2007 og mikil uppgangur í samfélaginu og fólk framkvæmdaglatt.

Suðurglugginn hitti beint í mark. Ég var af tilviljun sjálf stödd í sumarhúsi á Arnarstapa og mér fannst að maðurinn gæti verið í næsta bústað. Það er mikill húmor í þessari bók, þótt hann liggi ekki alveg á yfir borðinu. Ég hló oft innra með mér við lesturinn og stundum upphátt.

Við lestur Sorgarmarsins varð ég næstum meðvirk með aðalpersónunni. Nú fór vandræðagangurinn ekki lengur í taugarnar á mér. Ég varð meðvirk og langaði mest að fara austur og hjálpa honum að slá garðinn og setja kannski í þvottvévélina fyrir hann. Þessi bók er líka launfyndin.

Mér fannst gaman að glímu mannsins við tónlistina. Hvaðan kemur hún og hver á hana?

Best þótti mér þó að bókin kom mér til að hugsa að bækur eins og tónlist, hana má spila aftur og aftur. Sama gildir um bækur. Þetta hafði reyndar reynslan kennt mér áður en mér fannst gott að skilja betur hvers vegna.

Það sérkennilega við bækur Gyrðis, sem ég kann ekki að skýra, er að þótt þær séu oft dapurlegar , skilja þær eftir mikla gleði í sálinni.


Bloggfærslur 20. desember 2018

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 187120

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband