Eftirbátur: Rúnar Helgi Vignisson

F945EEF1-835C-44AD-803D-3B30761F88DA

Eftirbátur

Þetta er ekki bók fyrir mig, hugsaði ég eftir að hafa hlustað á kynningu á bókinni. Bók um sjómennsku og karlmaður að leita að sjálfum sér. Og ég rýndi í daufgráa kápumyndina. Er þetta ekki örugglega mynd af sæðisfrumu þarna fyrir miðri mynd?

Söguþráður

Ungur maður, sem er búinn að koma sér vel fyrir í lífinu, fær upphringingu um nótt. Móðir hans segir honum að  föður hans sé saknað, bátur hans hafi fundist mannlaus. Ungi maðurinn ákveður strax að fara vestur til Ísafjarðar og leita að föður sínum. Hann fer í róðra með samstarsfmanni hans og þeir fara á þær slóðir sem hann var vanur að stunda veiðarnar.

En auðvitað er þetta engin venjuleg leit. Hann leitar hans í sjálfum sér, eiginlega hafði hann ekki þekkt hann. Hann villist inn í horfna veröld. Veröld liðins tíma.

Tímaflakk

Ég var örlitla stund að fatta að þetta var tímaflakk en eftir að mér var það ljóst gekk allt betur. Ég hef nefnilega gaman af tímaflakki, þótt það sé pirrandi að það gengur aldrei röklega upp, þá er gaman að hugsa en hvað er ef þetta eða hitt hefði gerst.

Höfundur hefði ekki getað valið betri stað fyrir flakk en Hornstrandir og Jökulfirði fyrir mig. Ég hef ekki tölu á ferðunum sem ég hef gengið og leiðunum sem ég hef þrætt. Alltaf með hugann fullan af sögum og sögnum af lífi fólksins sem bjó þarna forðum. Ég þekki t.d. vel Jónmund prest á  Stað í Grunnavík og gremst hversu illa er um hann talað. Tek afstöðu með presti,og hugsa um tóftina af steinhúsinu, líklega fyrsta fjölbýlishúsinu á landinu, sem hann  lét byggja fyrir sveitunga sína.Ég gleymi mér í tímaflakkinu og gleymi sögunni. Getur ungi maðurinn sem er að leita föður síns fiktað í ættartölu sinni og orðið afi sjálfs sín? Nei,tímaflakksævintýri ganga aldrei upp.

Og í þetta skipti eru þau órafjarlægð frá því sem hinn leitandi maður ætti að vera á útkikk eftir. Hvað er að gerast hjá hans litlu fjölskyldu? Strax í upphafi bókarinnar er tónn sleginn sem boðar að það sé eitthvað sem hafi týnst í sambandi hans og konu hans.

Ég er ekki viss um að mér finnist þetta fullkomlega heppnuð bók en ég hafði ánægju af því að lesa hana og hún rifjaði upp fyrir mér smásögu sem ég las eftir Rúnar Helga fyrir mörgum árum, SAMFERÐA, úr bókinni Ást í meinum sem kom út 2012. Í þeirri sögu er líka lýst löskuðu sambandi. Frábær saga. En kannski er ég ekki fyllilega dómbær því merkilegt nokk, vísar þessi saga einnig til Hornstranda og  gönguslóða sem mér eru kærar.

Nú sit ég hér og læt mig dreyma um enn eina gönguferð á Hornströndum. Er meira að segja búin að ræða um það við manninn.   


Bloggfærslur 1. desember 2018

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 187153

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband