Sjö bræður eftir Aleksis Kivi

 6C8AD3B0-6D6B-4A10-9739-0EC1C7845DC5

Auðvitað les ég góðar bækur. Ég vel þær sjálf. Alltaf er einhver ástæða fyrir valinu, ég renni aldrei blint í sjóinn. Nú síðast var valið óvenjulegt, ég hafði verið að lesa ævisögu Ástu Sigurbrandsdóttur, Hin hljóðu tár. Þar sagði hún frá því að kennari hennar í finnsku hefði viljað að láta hana lesa Sjö bræður eftir Alexis Kivi sem kom fyrst út 1870. En það leist henni ekki á og sagði honum upp. Nú langaði mig sem sérfræðingi í lestri (ef ég er sérfræðingur í einhverju, er það lestur) að meta hvernig þessi bók væri. 

Ég hafði heyrt um bókina vegna myndarinnar sem var sýnd, þekkti hana aðallega í gegnum Spaugstofuna.

Bókin kom út hér 1987 í þýðingu Aðalsteins Davíðssonar. Ég hlustaði á hana sem hljóðbók,lesinni af Sigurði Karlssyni. Frábær lestur. En ég fékk hana líka lánaða í bókasafninu, til að átta mig á uppsetningunni og til að skoða myndirnar. Þær eru eftir Akseli Gallen- Kallela sem er þekktur í listamaður í Finnlandi. 

Hvað á manni að finnast um slíka bók?

Bókin segir frá frá Jukola- fólkinu en þó aðallega bræðrunum, því þegar hin eiginlega saga hefst eru foreldrar þeirra dánir. Þeir heita Juhani, Tuomas, Aapo, Simeon, Timo, Lauri og Eeroo. Sá elsti er tuttugu og fimm ára og sá yngsti er 18 ára. Þeir eru hraustir og kraftmiklir og hafa sínar hugmyndir um heiminn. Þegar móðir þeirra deyr og þeir taka við býlinu Jukola, er það í niðurníðslu, þeir hafa ekki góða fyrirmynd í búrekstri því faðir þeirra hafði meiri áhuga á veiðum en búrekstri. Það má því segja að þetta sé þroskasaga þessara pilta. En sá þroski kemur ekki átakalaust, því það er ýmislegt sem gengur á í lífi þeirra. Margt fer úrskeiðis í lífi þeirra og þeir geta oft sjálfum sér um kennt. Þá setjast þeir á rökstóla og ræða málin.

Lesandinn veit ekkert hvernig hann á að skilja þessa orðræðu, sem er í senn barnaleg og háheimspekileg. Þetta er spriklandi skemmtileg bók. Stíllinn er dálítið eins og í Íslendingasögunum, öllu lýst utanfrá  í stuttum meitluðum setningum. Við þetta bætast undurfagrar náttúrulýsingar og þjóðsögur og kvæði. Ég gerði mér fljótlega grein fyrir að bókin lumaði á margþættum sannindum og það væri betra að lesa hana oft. Núna í mínum fyrsta lestri einsetti ég mér að  og hafa fyrst og fremst gaman af henni, læra nöfnin á bræðrunum og átta mig á karakter hvers um sig.

Þarna er sem sagt komin ein af þessum stóru skáldverkum sem maður getur lesið aftur og aftur eins og Íslendingasögurnar, bækur Laxness, Tolstoy, Lagerlöf og fleiri og fleiri. Ég er strax farin að hlakka til næsta lesturs. Það er ótrúlegt að þetta skuli vera bók sem er skrifuð 1870 hún virkar frekar eins og nútíma framúrstefna fyrir mig.

Léttlestrarbók?

Það sem kemur á óvart, er að það er létt að lesa þessa bók. Setningar eru stuttar og frásögnin ljós og atburðarásin án útúrdúra.

 Myndin er úr bókinni


Bloggfærslur 23. nóvember 2018

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 186943

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband