Listaskáldin góðu

4E861081-BDE1-4F56-9E50-087995EFFB80

Listaskáldin góðð

Í dag er dagur íslenskrar tungu. Stundum eru búnir til dagar þessa eða hins til að selja okkur eitthvað. Í dag þurfum við ekki að kaupa eitt eða neitt, við erum að fagna því sem við eigum öll, fagna móðurmálinu.

Ég hef verið að lesa bókina Sjö bræður  í þýðingu Aðalsteins  Davíðssonar. En ég ætla ekki að skrifa um bókina nú, heldur höfundinn, finnska skáldið Alekis Kivi (fæddur 1834, dáinn 1872). Allt í einu slær það mig að hann og afmælisbarnið Jónas Hallgrímsson(fæddur 1807, dáinn 1845)  eiga margt sameiginlegt.

Kivi er nú þekktur fyrir að vera brautryðjandi í að rita bókmenntir á finnskri tungu, Jónas fyrir að reisa íslenskuna til vegs og virðingar.

Þeir komust báðir til mennta þrátt fyrir lítil efni í háskólum þar sem móðurmál þeirra var óbrúklegt. Hvorugur lauk námi. Þeir dóu báðir í blóma lífsins, 38 ára gamlir. Við andlát þeirra var ekki til af þeim nein mynd og þá var teiknuð  af þeim látnum. Í báðum tilvikum var síðan listamaður fenginn til að gera mynd eftir þeim  í mynd, helgrímunni.

Afmælisdagur Jónasar 16. nóvember haldinn hátíðlegur sem dagur íslenskrar tungu og 10. október, sem er fæðingardagur Kivi er haldinn hátíðlegur í Finnlandi sem dagur finnskra bókmennta.  Það munar bara nokkrum dögum.

Báðir þessir menn höfðu orð á sér fyrir að vera vínhneigðir, þrátt fyrir það komu þeir miklu í verk.

Á morgun ætla ég að segja örstutt frá bókinni Sjö bræður. Mér fannst ég ekki geta skrifað um útlenda bók á þessum merka degi, jafnvel þótt þýðingin sé afbragð. Svona setur maður sig ósjálfrátt í stellingar.

Fróðleikur minn um Aleksis Kivi er sótt í formála þýðanda að Sjö bræður og á netið. 

Myndin er eftir minn fyrrverandi mann Magnús Þór Jónsson (Megas). Þetta er skissa, unnin í sambandi við fyrstu bókina hans.


Bloggfærslur 16. nóvember 2018

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 187172

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband