Bókin og myndin: Svanurinn

9A37B6E0-92BE-47FD-A0DC-974505D89B49

Um leið og ég ákvað að sjá kvikmyndina Svaninn, ákvað ég að endurlesa bókina. Ég hafði lesið hana árið sem hún kom út og það sem eftir sat var undarleg blanda af ónotatilfinningin og fegurð. Endurlesturinn nú var aðeins til að magna enn þessa tilfinningu. 

Bókin er stutt en ég var samt ekki nema rétt hálfnuð þegar ég sá myndina. Ég var ákveðin í að blanda ekki saman bók og mynd en það breytti því ekki að ég bar þessi tvö verk saman í huganum. 

Bókin segir frá níu ára gamalli stúlku sem er send í sveit vegna þess sem hún hefur gert, sveitin á að gera henni gott, hjálpa henni að þroskast. Vitneskja lesandans um það sem gerðist og gerist er fastbundinn hugarheim stúlkunnar, hann veit ekkert meira en hún og sér heiminn með hennar augum eins og hún túlkar hann. Hún er hugmyndaríkur krakki, sem spinnur upp sögur og draumar hennar, hvort sem er í vöku eða draumi, blandast  veruleikanum. Útkoman úr þessu er vægast sagt ónotaleg. Á móti kemur að stúlkan skynjar djúpt fegurðina, sem birtist henni í ótal myndum. Á meðan ég las fann ég fyrir óþoli yfir að vera fastreyrð við heim stúlkunnar og langaði að sjá út fyrir hann, sjá það sem raunverulega gerðist.

Myndin

Um leið og myndin kemur sýn stúlkunnar vel til skila, rýfur hún dulúð hún dulúð sögunnar, nú er það ekki bara stelpan sem sér og túlkar. Við gerum það líka. Um leið verður ónotatilfinningin bærilegri. 

Á meðan ég horfði á myndina velti ég fyrir mér hvort það væri betra eða verra og komst að því eins og alltaf að bókin og myndin væru aðskilin listaverk. 

Myndin er frábær. Ég þurfti að hlusta á eintal manns fyrir aftan mig sem af og til lýsti því yfir að þetta væri nú of hæggengt fyrir sig, það vantaði fúttið, um leið og hann lét skrjáfa í popkornpoka. Ég hugsaði honum þegjandi þörfina.

Þegar ég  kom heim lauk ég við bókina um Svaninn og hugsaði um myndina.

Myndin er af sóleyjarbreiðu frá liðnu sumri 

 

 


Bloggfærslur 21. janúar 2018

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 187190

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband