Kapítóla: Villta vestriđ í kvenlegum búningi

EDEN_Southworth_c1860-crop

Kapítóla: Villta vestriđ í kvenlegum búningi

Ţađ eru um ţađ bil sextíu ár síđan ađ ég var fengin ađ lesa fyrir gamla konu, Guđlaugu Helgu Ţorgrímsdóttur. Hún var lasin og sonur hennar, kennari minn, bađ mig um ţetta. Bókin sem hún valdi var Kapítóla. Ég náđi engu sambandi viđ bókina, líklega vegna ţess ađ ég hafđi ţá komiđ mér upp bókasmekk (fordómum) ađ ég hefđi ekki gaman af ástarsögum. Ég var 14 ára.

Ég fékk reyndar ekkert samhengi í söguna ţví viđ vorum fleiri sem skiptumst á ađ lesa.

Ţegar ég sá ađ búiđ var ađ  lesa Kapítólu inn hjá Hljóđbókasafninu ákvađ ég ađ sannreyna hverslags bók Kapítóla vćri. Bókin er lesin af Silju Ađalsteinsdóttur, listavel.

Ég ţurfti ekki ađ hlusta lengi, til ađ komast ađ ţví, hve rangt ég hafđi haft fyrir mér. Ţetta er ćvintýraleg prakkarasaga ţar sem ađalhlutverkiđ er í höndum hinnar strákslegu Kapítólu. Sögusviđi er Villta Vestriđ, nánar til tekiđ afskekkt stórbýli í hrikalegu fjallahérađi í Virgíníu.

Hinn uppstökki og orđljóti stórbóndi og fyrrverandi major, Fellibylur, er kallađur út um miđja nótt, til deyjandi konu. Óveđriđ  hvín í fjallaskörđunum. Hún trúir honum fyrir leyndarmáli og miklu óréttlćti. Fellibylur sćkir götubarniđ Kapítólu til New York, ţar sem hún hefur dulbúiđ sig sem strák. Ţađ er auđveldar ađ vera strákur en stelpa ţegar mađur ţarf ađ bjarga sér.

Ţessi saga er ćvintýraleg frásögn, ţar sem viđ sögu koma rćningjar, misindismenn og skúrkar annars vegar en hins vegar fátćkar einstćđar mćđur og höfđinglegir og ríkir stórbćndur.

Í ţessari sögu er fólk annađhvort fallegt og gott eđa ljótt og vont. Nema svarti Donald sem er í raun góđur mađur á villigötum.

Sagan er ćsispennandi og ekki spillir ađ öllum ađstćđum er lýst á ţann veg ađ mađur verđur forvitin um ţetta framandi umhverfi. Svarta ţjónustufólkiđ (ţrćlarnir) sefur á dýnu á gólfinu inni hjá húsbćndum sínum  til  ađ geta ţjónađ ţeim sem best.

 

Ég las mér til um höfundinn. Bókin er eftir konu, E.D.E.N. Southworth sem er fćdd 1819. Sagan kom fyrst sem framhaldssaga í blađinu New York Ledger 1859. Og síđan 1868 og loks 1883. Hún kom loks út sem bók 1888 og sló í gegn. Ţessi útgáfusaga er eins og fjölmargra annarra bóka frá frá ţessum tíma.

E.D.E. N. Southworth var menntuđ róttćk kona sem skrifađi til ađ drýgja tekjurnar eftir ađ mađurinn stakk af frá henni og tveimur börnum (til ađ leita ađ gulli). Hún ţarf ţví ekki langt ađ leita eftir fyrirmynd ađ frómum sívinnandi einstćđum mćđrum.

Ţetta er á tímum íslensku vesturfaranna og ađ einhverju leyti sá veruleiki sem mćtir ţeim. Ţađ var líka ţannig sem ţessi bók ratađi til okkar. Mér hefur ekki tekist ađ púsla saman  útgáfusögu ţessarar bókar á íslensku en sýnist ađ hún hafi fyrst komiđ út sem framhaldssaga í Heimskringlu (Winnipeg) 1897, Kapitola: Upp komast svik um síđir. Ekki er getiđ ţýđanda bókarinnar sem ég hef undir höndum en í bók frá  1905 (varđveitt á Borgarbókasafni , ađalbókasafn) er Eggert Jóhannsson skráđur sem ţýđandi og Jóhann Jóhannesson sem útgefandi og kostnađarmađur.   Sú bók átti eftir ađ fá á sig gagnrýni frá Jónasi frá Hriflu, sem er vafasöm.

Eins sjá má tapađi ég mér alveg í ađ skođa mannlífiđ sem ţessi bók hafnađi í, allt vegna ţess ađ mig langađi til ađ skilja heim Guđlaugar H. Ţorgrímsdóttur en hún var á aldur viđ ömmur mínar sem voru fćddar 1884. Ţetta hafa ţćr veriđ ađ lesa. Ćvintýralega spennusögu međ ástarívafi, ţar sem söguhetjan er  grallaralegur stelpukrakki. Mest hafđi ég ţó gaman ađ ţví ađ sjá  hvernig kvenréttindakonan E.D.E. N. Southworth laumar inn gagnlegum fróđleik eins og t.d. ađ ţađ ćtti engin stúlka ađ gifta sig fyrir 20 ára aldur, ţví barneignir á ungaaldri og ţrćldómur sem ţví fylgdi gćti veriđ dćmalaust heilsuspillandi.


Bloggfćrslur 5. júlí 2017

Um bloggiđ

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Feb. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Nýjustu myndir

 • 8E154B6D-EF94-44E4-9654-A5D09F0FB1B3
 • 9A37B6E0-92BE-47FD-A0DC-974505D89B49
 • 65F9D8E9-05D1-4A30-A999-F8F236ABD7BF
 • EAE98597-E474-4C32-8F91-81A0C2D9A7AA
 • F6896175-A668-4104-BE56-B627B9CA715D

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (25.2.): 104
 • Sl. sólarhring: 154
 • Sl. viku: 630
 • Frá upphafi: 102762

Annađ

 • Innlit í dag: 85
 • Innlit sl. viku: 532
 • Gestir í dag: 83
 • IP-tölur í dag: 81

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband