Sænskur réttarhalda krimmi: Malin Persson Giolito

IMG_0574

Ég vissi fyrir löngu  að það væri hægt að fá hljóðbækur lánaðar í Norræna húsinu en ég bara er nýlega farin að nýta mér þessa þjónustu. Það kemur sér vel af því ég get ekki nýtt lengur venjulegar bækur. Ég var stórtæk, fékk lánaðar þrjár sænskar bækur og eina norska. Ég þekkti alla höfundana frá því áður nema einn og hann kom mér sannarlega á óvart. 

Þetta var Malin Persson Gioloto en ég þekki vel til föður hennar, Leif G. W. Persson, sem er afbrotafræðingur, rithöfundur og heimsfrægur í sínu heimalandi. Bókin heitir, Störst av allt og  er réttarhaldsdrama. Kornung stúlka, 18 ára, dvelur í einangrun í fangelsi meðan verið er að rannsaka hver er aðild hennar að harmleik sem átti sér stað í menntaskóla. Lesandinn  fær vitneskju um það sem gerðist í gegnum ruglingslega upprifjun hennar. 

Hún er full af angist og vanlíðan en um leið hörð óg ásakandi, svo það er erfitt að hafa samúð með henni. Réttarhöldunum og dvölinni í fangelsinu er lýst frá degi til dags, það er satt að segja afar fróðlegt. Þetta er yfirstéttarstúlka og skólinn þar sem atburðirnir áttu sér yfirstéttarskóli. Ég fæ það á tilfinninguna að höfundurinn sé hér að lýsa eigin umhverfi (álykta svo út frá ævisögu pabba hennar). Fjölmiðlar og almenningur þar með, hefur litla samúð með þessar forréttindastelpu og hefur þegar dæmt hana seka. Eini ljósi punkturinn í lífi stúlkunnar er lögfræðingurinn sem ver hana. Hún treystir honum. 

Sagan er frábærlega vel skrifuð. Lesandinn fær mynd af lífi barnsins og seinna táningsins og uppvexti í heimi þar sem peningar eru látnir leysa allt. Þetta er þroskasaga, ef það er hægt að nota það orð um ferli unglings sem villist af leið. Hægt og hægt fer lesandinn að finna til með stúlkunni og verður um leið hugsað til allra hinna sem eru í þessari aðstöðu. Bíða dóms.

Ég ætla ekki að rekja þessa sögu frekar en mæli með henni, þetta er toppbók. Sjálf ætla ég að verða mér út um hinar bækurnar sem Malin Persson Giolito hefur skrifað: Dubbla slag og Bara ett barn. 

Höfundurinn er fædd 1969 og starfar sem lögfræðingur í Brussel.

Eftirmáli: Bókin hefur komið út á íslensku og heiti hér Kviksyndi. 


Bloggfærslur 22. júní 2017

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 187106

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband