Er plastumræðan platumræða?

IMG_0054

Ég flokka rusl og tel það ekki eftir mér. Mér finnst ekki nema sjálfsagt að gera það litla sem ég get til að vernda náttúruna. Ég hef í mörg ár ýmist tekið með mér innkaupapoka eða bakpoka þegar ég kaupi inn. 

Ég þori ekki annað en taka þetta fram vegna þess sem hér fer á eftir. 

Ég hef engar efasemdir um að það á að takmarka plast, rökin fyrir skaðsemi þess hafa rækilega verið sönnuð. En er það nóg að við sniðgöngum plastpoka? Nær öll vara sem ég kaupi er innpökkuð í plast og sumt svo rækilega að kaupandinn getur ekki einu sinni fengið að skoða vöruna. Þetta segi ég vegna uppsafnaðrar gremju þegar ég þarf að kaupa mér "earphones."Þetta var útúrdúr. Sjampóið er í plastbrúsum og uppþvottalögurinn sömuleiðis. Leikföngin eru úr plasti og pökkuð inn í enn meira plast. Meira að segja ryksugan er úr plasti en ég fékk hana óinnpakkaða. Þetta voru bara dæmi, ég hef meira að segja átt bíl úr plasti. En af hverju er ég að telja þetta upp? Það geri ég vegna þess að í flestum tilfellum finnst ekkert val og þess vegna er ég sem neytandi í erfiðri stöðu ef ég ætla að beita mér sem þrýstiaðli. 

Neytendur vilja gjarnan forðast vöru sem er skaðleg náttúrunni, það sýna viðbrögðin gegn gegndarlausri plastpokanotkun. En við virðumst sitja föst þar. Hvergi hef ég séð merki þess að framleiðendur séu að endurskoða framleiðslu sína og bjóði vörur í umhverfisvænni umbúðum eða náttúruvænu efni. En ég fylgist náttúrlega ekki með öllu og það myndi bara gleðja mig, ef ég hef á röngu að standa. Horfið bara í kring um ykkur á heimili ykkar.

Mín skoðun er sú að það eigi að fara með plast eins og öll önnur eiturefni. Stjórnvöld þurfa að setja reglur, banna eða a.m.k. takmarka sölu á því sem er hættulegt. Þetta er stórt mál og því enn brýnna að setja sér markmið og finna leið. Sem betur fer eigum við mikið af vel menntuðu fólki sem er fært um að vinna að slíkum málum. 

Auðvitað kostar þetta eitthvað en er hægt að verja peningunum betur en nýta þá í þágu náttúruverndar? Baráttan gegn plasti á sem sagt ekki bara að vera neytendamál, hún á líka að vera  pólitísk og þannig fyrst og fremst kosningamál. 

Það er verst hvað stjórnmálamenn og þar af leiðandi stjórnmálaflokkar hugsa skammt. Þeir þurfa að læra að hugsa í öldum og árþúsundum í stað fjögurra ára. 

Myndin er af höfundi

Hana tók E.Ó. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 187114

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband