Snjókarlinn: Jo Nesbø

200px-Jo_Nesbo

Ég nota bækur eins og pillur. Oft vel ég mér lesefni út frá líðan minni. Þegar ég var búin að lesa tvær bækur eftir Sofi Oxanen, ákvað ég að lesa eitthvað létt og spennandi. 

Ég hafði heyrt mikið hrós um Norðmanninn Jon Nesbø (fæddur 1960). „Hann er enn þá betri en Arnaldur“, heyrði ég sagt í bókmenntaþætti. Ég valdi hann. Það er gott að byrja á að lesa Snjókarlinn, sagði maðurinn minn. 

Ég fann Snjókarlinn inn á Hljóðbókasafninu, það er Hjálmar Hjálmarsson sem les. Hann kemur vel til skila kaldrifjuðu lesefni. Bókin tekur 16 tíma í afspilun. Ég las mér til um bókina,þetta er 7. bókin í ritröðinni um Harry Hole. Það hefði kannski verið betra að byrja á byrjuninni.

Örstutt um efnið

Kona hefur horfið. Oftast skilar horfið fólk sér sjálft til baka, er sagt hjá lögreglunni. En þessi gerir það ekki og þegar Harry fer að skoða málið kemst hann að því,að óeðlilega margar konur hafa horfið. Hjá honum vaknar grunur um að um raðmorð sé að ræða. Nýi samstarfsmaðurinn hans Katrine frá Bergen er kynþokkafull og snjöll. Ekki veitir af því, fljótlega vindur málið upp á sig. 

Frásagan er spennuþrungin. Það eru líka miklar sviptingar innan lögreglunnar. Sér ekki þessi Harry Hole hvaðeina sem raðmorð, það er sérsvið frá náminu í Ameríku. Þegar hringurinn fer að þrengjast, eykst enn spennan. Að lokum verður spennan næstum óbærileg. Harrý er ekki bara góður að púsla saman og finna mynstur, hann er knár. Í lokinn sýnir hann takta sem James Bond gæti ekki leikið eftir. 

Ekki raðmorð. Takk

Þrátt fyrir þetta allt og þrátt fyrir lipra frásögn, er þetta ekki mín tegund af glæpasögum. Ég er á móti raðmorðabókum, því þær byggja á því að morðinginn sé geðveikur. Ég held að flest morð séu framin af venjulegu fólki. Fólki eins og mér og þér, lesandi góður. En hvað er venjulegt? Ég efast um að raðmorð sé útbreytt vandamál. Sem betur fer. Og ég held að ef geðveikir á annað borð myrði fólk, þá séu fjöldamorð líklegri. En þau passa illa sem afþreyingarefni. Mér leiddist líka persónan Harry Hole, eilíft stress og ekki bætti úr skák þessi stöðuga löngun hans í áfengi.  Auk þess fannst mér persónusköpunin heldur grunn. Nei, þá kýs ég frekar Erlend hans Arnaldar okkar.

Nú hef ég næstum því samviskubit yfir því að líka ekki við bókina. Ég hef hlýjar taugar til Noregs síðan ég var þar við nám, þá hefur höfundur bókarinnar verið 12 ára. Mér líkar vel við Norðmenn og fæ smá fortíðarþrá þegar ég kann enn að fylgja kennileitum í Ósló. Og svo er ég auðvitað búin að lesa mér til um Nesbø og kann vel við persónuna. Hann hóf feril sinn sem rokkari og er enn að (held ég). Auk þess hef ég séð eina ef ekki tvær glæpamyndir byggðar á verkum hans.Er í lagi að nota orðið verk um glæpasögur?

Slæmt að mér skyldi ekki falla við Snjómanninn. Ég reyni að friða samviskuna með því að finna lög með Nesbø á youtube.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 186934

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband