Fallinn frá: Torgny Lindgren

240px-Torgny_Lindgren

Daginn eftir morðið á Olof Palme (28. febrúar 1986) sat ég full eftirvæntingar í Norræna húsinu og beið eftir tveimur Svíum. En þó sérstaklega einum. Þetta voru Torgny Lindgren og Lars-Olof Franzén. Það var Torgny sem ég var komin til að hlusta á. Biðin var óeðlilega löng. Loks birtust tveir menn, þeim var brugðið. Franzén sagði okkur að hann væri ófær um að flytja erindið sem hann ætlaði að flytja. Mér sýndist líka að hann hefði fengið sér einum of mikið neðan í því, Torgny talaði fyrir hönd þeirra félaga, en ekki um það sem til stóð. Hann talaði um samband sitt við Palme og um hvað hann hafði verið sænsku þjóðinni. Ein af bókum hans heitir,Hur skulle det vara om man vore Olof Palme? (Hvering væri það vera Olof Palme?) Hana hef ég ekki lesið. Ræða hans og þessi stund í Norræna húsinu situr í minninu. 

Nú er Torgny sjálfur fallinn frá og ég hugsa um hvað hann hefur verið mér. 

Ég hef lesið 10 bækur eftir Torgny (sem ég man eftir). Þær eru:

Brännvinsfursten

Ormens väg på hälleberget

Skremmer dig minuten

Merabs skönhet

Batseba

Humelhonung

Pölsan

Norlands Akvavit

Minnen

Dores Bibel

Ég skrifa nöfnin á sænsku af því ég hef lesið þær á sænsku. Einhverjar hafa verið þýddar en ég er ekki viss um hverjar. Ég syrgi Torgny eins og einhvern sem ég þekki. Eins og sveitunga. 

Nú langar mig til að lesa allar bækurnar hans. Hann kom mér alltaf til að hlæja innan í mér, þó eru bækurnar oftast sorglegar. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband