Bjargræði: Hermann Stefánsson

IMG_0232Bjargræði

Bók Hermanns Stefánssonar, Bjargræði, er óvenjuleg bók. Ég hef að minnsta kosti aldrei lesið bók sem líkist henni. Ekki svo ég minnist. Bókin er eitt langt samtal Bjargar Einarsdóttur (Látra Bjargar) við smiðinn Tómas. Hann leggur reyndar ekkert til þessa samtals, svo eiginlega er þetta eintal. Hún spyr spurninga og svarar þeim sjálf og slær ýmsu fram en Tómas þessi gerir engar athugasemdir. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hver tengsl þeirra eru, en Tómas hefur mælt sér mót við hana á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur.

Auðvitað veit ég að þetta er hugarburður, Tómas og Björg Einarsdóttir geta ekki hafa hist öðru vísi. Látra- Björg er fædd 1716 og deyr 1784, en sagan gerist núna.

Allt sem lesandinn veit um Tómas þennan er úr þessari bók en Látra – Björgu kannast lesendur við, mismikið þó. Samt veltir lesandinn fyrir sér að ráða í það hvert raunverulegt samband þeirra sé og hvað verði úr því. Það er galdur þessarar bókar.

Björg fræðir okkur jafnframt um hver hún raunverulega var og vill leiðrétta sögusagnir um sig. Sögusagnir sem m.a. Gísli Konráðsson hefur komið af stað. Um leið og hún ræðir um sig og samtíð sína, ber hún hana saman við okkar tíma. Sá samanburður er ekki alltaf nútímanum í hag.   Þessi samanburður er kjarni bókarinnar. Finnst mér.

Líklega hefur þú lesandi minn skynjað, að mér finnst þetta stórgóð bók en það er samt vissara að taka það fram.

Það sem mér finnst best við hana er að Björg miðlar okkur af viðhorfi sínu til lífsins, hvað er einhvers virði og hvað er fánýti. Hún er stóryrt og hún er ekkert að skafa utan af hlutunum. Gildismat hennar er manneskjulegt og hlýtt.

Þessi bók kallar fram notalegheit, yljar manni um hjartaræturnar. Ef hún væri kvikmynd myndi hún flokkast sem feel good mynd.

Ef ég hef skilið bókina rétt, hefur Tómas boðað Björgu til sín á kaffihúsið af því hann á í vanda og hún er kraftaskáld. Hún á að leysa vanda hans með göldrum. En Björg er klók. Hún hefur ekki til einskis upplifað móðuharðindi. Hún vill fá eitthvað fyrir sinn snúð. Björg á líka erfitt, hún á sér leyndarmál sem þjakar hana. Það er ekki

á hennar færi að leysa það en það getur Tómas gert. Það er best að kjafta ekki frá öllu erf einhver á eftir að lesa bókina.

Meðan ég var að lesa, hugsaði ég um að bókin væri svo góð að Hermann yrði örugglega frægur í útlöndum. Um leið hafði ég áhyggjur af því að bókin væri vandþýdd, veruleiki hennar er svo gegníslenskur. Það mætti kannski útskýra í formála eða neðanmáls hvernig ákvæðaskáld unnu, en hvernig á að þýða kveðskap Bjargar á önnur tungumál? Þetta gæti enginn þýtt nema Edduþýðandinn Lars Lönnroth!

Svona lagað lét ég trufla mig. En svo sá ég að vandamálið var hvorki mitt eða á mínu færi að leysa það, svo ég hélt áfram að láta mér líða vel.

Það er mikill munur á Bjargræði og bók Steinars Braga sem ég las næst á undan þessari bók, hún gæti flokkast sem feel bad bók. Þó ég beri sögurnar saman í huga mér er ég ekki að segja að önnur sé betri en hin. Samanburður nýtist mér til að bera saman og greina eiginleika en ekki til að raða í virðingarstiga.

Auk alls þessa er bókin alveg einstaklega falleg. Eitthvað fyrir mig með allan minn bókbandsáhuga. Þótt ég yrði að sætta mig við að hlusta á bókina vegna sjónskerðingar minnar, hafði ég hana hjá mér og handlék hana. Hún er lítil um sig og, mjúk og þægileg að hafa í hendi. En það er bót í máli að bókin er afar vel lesin. Lesari er Ásdís Thoroddsen.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband