Ólafur Hildisson: Ekki með silfurskeið í munni

IMG_0173

Ekki með silfurskeið í munni

Eins og oft áður ætla ég að skrifa um lestur. Minn lestur. Ég hef verið með fjórar bækur í takinu og engin þeirra er beinlínis til að auka mér lífsgleði. Samt les ég.

Bækurnar eru:

Hershöfðingi dauða hersins eftir Ismail Kadare.  Hana hef ég lokið við. Stórgóð bók.

Sturlunga saga (útgáfa Guðna Jónssonar).

Allt fer, smásögur eftir Steinar Braga.

Auðnaróðal eftir Sverri Jakobsson (í annað sinn).

Í þessum pistli ætla ég að skoða ævi Ólafs Hildissonar, en hann kemur við sögu í Sturlungu. Sturlunga er nefnilega ekki bara ein stór saga, heldur margar smærri sögur, sem tengjast. Í bókmenntaumræðu nútímans myndi hún trúlega vera kölluð sagnasveigur. Ólafur kemur við sögu vegna tengsla sinna við ógæfumanninn Má Bergþórsson. Sveinninn Ólafur Hildisson var ekki fæddur með silfurskeið í munni. Faðir hans hafði verið dæmdur sekur skógarmaður og drengurinn þá færður til féránsdóms og dæmdur, barnið, fjórðungsómagi við Breiðafjörð til 12 ára aldurs. Eftir það var hann sjálfs sín, en einkum er sagt af dvöl hans hjá Þorgilsi Oddasyni.

Unglingurinn Ólafur Hildisson virðist hafa verið ólánlegur  unglingur og óöruggur um ráð sitt. Að ráði Þorgils fer hann norður á strandir til að leita sér vinnu. Ólánið eltir hann. Hann ræður sig á skip hjá Má Bergþórssyni. Að róðrum loknum neitar Már ekki bara að borga honum hlut sinn, hann leggur líka hald á fátæklegar eigur hans. Ólafur fer til Þorgils og ber sig upp við hann. Þorgils ræður honum að fara norður  á Strandir og ganga eftir hlut sínum og lánar honum öxi. Þar veitti hann Má áverka en ekki fékk hann hlut sinn.

Ein af litlu sögunum í Sturlungu er um fólkið í Ávík á Ströndum. Þetta er alþýðufólk  sem Már níðist á. Málin, sem af því spunnust, voru talin upphaf málaferla þeirra Þorgils og Hafliða. En ég ætla ekki að rekja þá sögu hér, heldur segja frá unga manninum Ólafi Hildissyni.

Ólafur þarf að gjalda fyrir áverkann sem hann veitti Má, þegar hann var að leita réttar síns vegna ógoldinna launa og upptöku eigna. Sátt (ef sátt skyldi kallast) næst um málin, en þar var  Ólafi gert að fara af landi burt.  Ekki verður af því , óvinir hindra för hans. Þegar hann hyggst  sigla er hann gerður afturreka. Og enn leitar hann til Þorgils því í sáttinni, sem náðst hafði,  voru ákvæði um að Ólafur væri frjáls þegar hann væri með Þorgils og  í landareign hans. 

Hinn ólánlegi Ólafur virðist nú hafa mannast nokkuð, því nú er sagt frá afrekum hans  í „ leikjum“ . Þar stendur hann sig  vel, jafnvel svo vel að undan er kvartað. Sá sem ekki þoldi að tapa fyrir Ólafi hét Grímur Snorrason. Sá tók þetta svo nærri sér að hann leitaði ráða hjá Hafliða Mássyni (föðurbróður Más óvildarmanns Ólafs ) og enn var fjandinn laus. Það stefnir í ógæfu. Grímur sem var nágranni Staðarhólsmanna kvartar undan ágangi hesta þeirra á sitt land. Ólafur sem átti að gæta hesta Þorgils fer áleiðis með honum til að ná í hestana. Í þeirri ferð ginnir hann Ólaf út úr landareign Þorgils (þar sem Ólafur naut friðhelgi), svíkst síðan að honum og vegur hann.

Þetta er litla sagan um Ólaf Hildisson, sem var fjórðungsómagi eftir að faðir hans hafði verið dæmdur sekur skógarmaður. Ekki kann ég að skýra það frekar en liggur í orðinu og hef ekki hugmynd um framkvæmdina á svo víðfeðmum aðgerðum fyrir einn niðursetning. En það sem sló mig, þegar ég hafði tekið saman þessa stuttu frásögn, er að þarna eigast við  þrír ungir menn sem allir hafa misst föður sinn. Ólafur missti sinn við dóminn, Má hafði verið komið í fóstur hjá Þórði Rúfeyjaskáldi, sem hann launaði uppeldið með því að drepa. Hjá mér vaknar spurningin: Hvað hafði Þórður áður gert barninu? Grímur Snorrason hafði misst föður sinn í hörmulegu slysi. Hann verður síðar fyrir því að tapa fyrir Ólafi og félögum og er hafður að háði og spotti.

Það hefur aldrei verið auðvelt að vera ungur, þótt menn tali gjarnan um gleði æskuáranna. Mér sýnist að allir ungu mennirnir í þessari frásögn hafi átt erfiða ævi. En það er líklega aukaatriði í þessari bók því Sturlunga er saga um höfðingja fyrir höfðingja.

Þetta er ekki fyrsta tilraun mín til að tileinka mér efni Sturlungu og áfram skal haldið. Skref fyrir skref. Jafnframt les ég aðrar bækur sem eru ekki eins flóknar.

Eins og oft áður ætla ég að skrifa um lestur. Minn lestur. Ég hef verið með fjórar bækur í takinu og engin þeirra er beinlínis til að auka mér lífsgleði. Samt les ég. 

Bækurnar eru:
Hershöfðingi dauða hersins eftir Ismail Kadare.  Hana hef ég lokið við. Stórgóð bók.
Sturlunga saga (útgáfa Guðna Jónssonar),
Allt fer, smásögur eftir Steinar Braga
Auðnaróðal eftir Sverri Jakobsson (í annað sinn).
Í þessum pistli ætla ég að skoða ævi Ólafs Hildissonar, en hann kemur við sögu í Sturlungu. Sturlunga er nefnilega ekki bara ein stór saga, heldur margar smærri sögur, sem tengjast. Í bókmenntaumræðu nútímans myndi hún trúlega vera kölluð sagnasveigur. Ólafur kemur við sögu vegna tengsla sinna við ógæfumanninn Má Bergþórsson. Sveinninn Ólafur Hildisson var ekki fæddur með silfurskeið í munni. Faðir hans hafði verið dæmdur sekur skógarmaður og drengurinn þá færður til féránsdóms og dæmdur, barnið, fjórðungsómagi við Breiðafjörð til 12 ára aldurs. Eftir það var hann sjálfs sín, en einkum er sagt af dvöl hans hjá Þorgilsi Oddasyni.
Unglingurinn Ólafur Hildisson virðist hafa verið ólánlegur  unglingur og óöruggur um ráð sitt. Að ráði Þorgils fer hann norður á strandir til að leita sér vinnu. Ólánið eltir hann. Hann ræður sig á skip hjá Má Bergþórssyni. Að róðrum loknum neitar Már ekki bara að borga honum hlut sinn, hann leggur líka hald á fátæklegar eigur hans. Ólafur fer til Þorgils og ber sig upp við hann. Þorgils ræður honum að fara norður  á Strandir og ganga eftir hlut sínum og lánar honum öxi. Þar veitti hann Má áverka en ekki fékk hann hlut sinn.
Ein af litlu sögunum í Sturlungu er um fólkið í Ávík á Ströndum. Þetta er alþýðufólk  sem Már níðist á. Málin, sem af því spunnust, voru talin upphaf málaferla þeirra Þorgils og Hafliða. En ég ætla ekki að rekja þá sögu hér, heldur segja frá unga manninum Ólafi Hildissyni.
Ólafur þarf að gjalda fyrir áverkann sem hann veitti Má, þegar hann var að leita réttar síns vegna ógoldinna launa og upptöku eigna. Sátt (ef sátt skyldi kallast) næst um málin, en þar var  Ólafi gert að fara af landi burt.  Ekki verður af því , óvinir hindra för hans. Þegar hann hyggst  sigla er hann gerður afturreka. Og enn leitar hann til Þorgils því í sáttinni, sem náðst hafði,  voru ákvæði um að Ólafur væri frjáls þegar hann væri með Þorgils og  í landareign hans.  
Hinn ólánlegi Ólafur virðist nú hafa mannast nokkuð, því nú er sagt frá afrekum hans  í „ leikjum“ . Þar stendur hann sig  vel, jafnvel svo vel að undan er kvartað. Sá sem ekki þoldi að tapa fyrir Ólafi hét Grímur Snorrason. Sá tók þetta svo nærri sér að hann leitaði ráða hjá Hafliða Mássyni (föðurbróður Más óvildarmanns Ólafs ) og enn var fjandinn laus. Það stefnir í ógæfu. Grímur sem var nágranni Staðarhólsmanna kvartar undan ágangi hesta þeirra á sitt land. Ólafur sem átti að gæta hesta Þorgils fer áleiðis með honum til að ná í hestana. Í þeirri ferð ginnir hann Ólaf út úr landareign Þorgils (þar sem Ólafur naut friðhelgi), svíkst síðan að honum og vegur hann.
Þetta er litla sagan um Ólaf Hildisson, sem var fjórðungsómagi eftir að faðir hans hafði verið dæmdur sekur skógarmaður. Ekki kann ég að skýra það frekar en liggur í orðinu og hef ekki hugmynd um framkvæmdina á svo víðfeðmum aðgerðum fyrir einn niðursetning. En það sem sló mig, þegar ég hafði tekið saman þessa stuttu frásögn, er að þarna eigast við  þrír ungir menn sem allir hafa misst föður sinn. Ólafur missti sinn við dóminn, Má hafði verið komið í fóstur hjá Þórði Rúfeyjaskáldi, sem hann launaði uppeldið með því að drepa. Hjá mér vaknar spurningin: Hvað hafði Þórður áður gert barninu? Grímur Snorrason hafði misst föður sinn í hörmulegu slysi. Hann verður síðar fyrir því að tapa fyrir Ólafi og félögum og er hafður að háði og spotti.
Það hefur aldrei verið auðvelt að vera ungur, þótt menn tali gjarnan um gleði æskuáranna. Mér sýnist að allir ungu mennirnir í þessari frásögn hafi átt erfiða ævi. En það er líklega aukaatriði í þessari bók því Sturlunga er saga um höfðingja fyrir höfðingja.
Þetta er ekki fyrsta tilraun mín til að tileinka mér efni Sturlungu og áfram skal haldið. Skref fyrir skref. Jafnframt les ég aðrar bækur sem eru ekki eins flóknar.

Myndin er af Sturlungu í útgáfu Svaert á hvítu. Alveg bráðnauðsynleg bók fyrir þá sem vilja rýna inn í heima Sturlunga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband