Heilbrigðisráðherrar OECD ræða sóun

 image

Fólk er í eðli sínu gott og langar lifa samkvæmt eðli sínu, hugsaði ég meðan strætisvagnabílstjórinn beið þolinmóður á svip, meðan ég staulaðist á hækkunum upp í strætó. Hann tók heldur ekki af stað, fyrr en ég var tryggilega sest. Þetta gladdi mig, mér þótti vænt um strætisvagnabílstjórann.

Ég hef þurft að nota hækjur síðan í apríl og stundum hugsa ég að ég hefði þurft að upplifa þetta fyrr , það er svo notalegt hvað allir eru boðnir og búnir til að vera hjálpsamir. Ég er ógöngufær vegna veikinda í mjöðm eða baki (nema hvorutveggja sé) og bíð eftir viðtali við lækni 17. mars. Þá fæ ég væntanlega að vita hvort vandinn sé skurðtækur. Ég er búin að bíða eftir þessu viðtali síðan í október. Þá var búið að mynda. 

Ég hef beðið þolinmóð, annað er ekki í boði. Ég hef lagt mig fram um að láta biðina ekki skemma út frá sér. Ég er góð á hækjunum og er komin með kraftalegar axlir eins og sundkappi. Ég er búin að koma mér upp nýju lífi, dagurinn hefst á því að taka verkjatöflur. Þannig lýkur honum líka. En það er margt sem er erfitt að gera ef maður gengur við hækjur. Þetta er svolítið eins og að vera handalaus, alltaf nema þegar maður situr eða liggur.

"Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra tekur þátt í fundi heilbrigðisráðherra OECD-ríkja sem stendur yfir í París. Á fundinum er fjallað um hvernig bæta megi nýtingu fjár til heilbrigðismála og sporna við sóun. Gerði Óttarr það að umtalsefni í innleggi sínu á fund- inum í gær." Þessa klausu las ég í Fréttablaðinu 18. janúar. Margt er öðru vísi en maður býst við. Ekki hafði mig órað fyrir að það yrði fyrsta verk heilbrigðisráðherra að ræða sóun. 

Út frá hvaða sjónarhorni skyldu þeir ræða þetta ráðherrarnir? Við sem erum sjúklingar og bíðum vitum hvað sóun er. Það er sóun á lífi og hamingju fólks að bregðast ekki við veikindum með öllum tiltækum ráðum læknavísindanna, finnst okkur. 

Ég kíkti af forvitni á hvað margir sjúklingar bíða þess að fá liðskipta aðgerð á mjöðm (það er aðgerðin sem ég hef að ég ætti að komast í). Þeir voru 493. Tíminn líður. Klukkan tifar. Líkamar okkar grotna af hreyfingarleysi meðan við bíðum. Það er sóun. 

Mér er sagt þjóðin vilji styrkja heilbrigðiskerfið. En það voru ekki nógu margir sem kusu fólk sem er treystandi í því máli. Ég er hrædd um það. 

Ég bíð spennt. Og ég veit að fólk vill vera gott. Hvaða hindranir sem eru í veginum. 

Myndin er hluti af teppi sem ég heklaði mér til ánægju

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 187106

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband