Bókabiðlisti: Með margar bækur í takinu

image

Þegar ég hafði lokið við að lesa um leiðindagaurinn Felix Krull ákvað ég að bæta mér það upp meað því að lesa skemmtilegri bækur. Nú er ég með þrjár bækur í takinu. Ég les Arnald Indriðason, Petsamo, til að fá spennu í lífið, Sverri Jakobsson, Auðnaróðal til að verða fróðari og Gyrði Elíasson, Langbylgja, til að næra andlegheitin. Þetta er góð blanda. 

Arnaldur er sjálfum sér líkur. Nú eru það félagarnir Flóvent og Thorson sem glíma við að leysa glæpagáturnar. Ég kann vel við þá, þeir eru ekki alveg eins hæggengir og inn í sig og Erlendur. Ég sakna Sigurðar Óla ekki neitt, reyndar virtist hann örlítið vera farinn að mannast í seinni bókunum. Samvinnan við Erlend gerir honum gott. Svo nú hef ég áhyggjur af honum þegar þeir Arnaldur og Erlendur sleppa af honum hendinni. 

Auðnaróðal, Sverris er strembnari bók en ég átti von á. Hún er engin léttlestrarútgáfa af Sturlungu, þótt hún sé næstum um sama fólkið og sama tíma. Ég þarf sjálfsagt að lesa hana nokkrum sinnum til að ná efninu þokkalega. 

Langbylgja Gyrðis er safn örsagna sem hver um sig er eins og ljóðræn smásaga, sem stundum er brandari. Það er svo gaman að sjá hvernig Gyrðir leikur sér með orð og hugmyndir. Og það er merkilegt hvernig honum tekst að láta textann vera fyndinn og sorglegan í senn. 

Þessar þrjár bækur eru þægileg blanda og áreiðanlega holl. Ekki veitir mér af því ég er slíkur ræfill, með tvær hækjur. En ég ætlaði ekki að skrifa um það hér, heldur um hversu bækur eru fólki mikilvægar og hollar. Og ég þarf engu að kvíða. Þegar ég hef lokið við þessar þrjár bækur, bíða aðrar. Ég er búin að gera mér lista yfir bækur sem bíða lestrar, bókabiðlista. Það er ánægjulegra við hann að eiga en biðlista sjúkrahúsanna. 

 

Myndin er af blómateppi sem ég var að hekla, en hekl og prjón er líka heilsulind 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 187107

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband