Lifandi dýr eru ekki matvæli

IMG_0052

Lifandi dýr eru ekki matvæli

Eftir að hafa horft á Kastljósþátt sjónvarpsins um þrautpíndu hænurnar sem ég hef verið að borða eggin úr, átti ég einhvern veginn von á að fá frekari fréttir af því hvernig þeim liði. Er ekki örugglega búið að  koma þeim til hjálpar? Og hvað á að gera við dýraníðingana? Fá þeir ekki makleg málagjöld, eins og sagt var í ævintýrunum.

Um þetta hef ég  ekkert heyrt enn  en ég hef heyrt, því meir hefur verið fjallað um svik við neytendur. Ótal hugmyndir hafa verið reifaðar um hver beri eiginlega ábyrgðina. Það er eins og að neytendur séu aðalþolendurnir og hænurnar hafi gleymst.

Þessi viðsnúningur kemur illa við mig. Ég er fædd og uppalin í sveit og þá var okkur uppá lagt að bera umhyggju fyrir líðan dýra og það var ljótt og skammarlegt að vera vondur við dýr.

Reyndar er ég nú þeirrar skoðunar að manninum sé eiginlegt að hafa samúð með dýrum. Hann er þannig skapaður að hann er fær um að setja sig í annarra spor og breyta rétt. Svona er manneskjusýn mín jákvæð. Ég man enn hvað mér fannst kvæðið um Gimbil sorglegt.

 

Gimbillinn mælti

og grét við stekkinn:

“Nú er hún móðir mín
mjólkuð heima,
því ber ég svangan
um sumardag langan
munn minn og maga
að mosaþúfu.”

Gimbill eftir götu rann,
hvergi sína mömmu fann,
þá jarmaði hann;
hann jarmaði svo sáran,
gullbúinn gimbill,
í grænkunni lá hann.

 

Og Heiðlóukvæði Jónasar.

Snemma lóan litla í

lofti bláu,,dirrindí”

undir sólu syngur:

,,Lofið gæsku gjafarans,

grænar eru sveitir lands,

fagur himinhringur.

Eg á bú í berjamó.

Börnin smá í kyrrð og ró

heima í hreiðri bíða.

Mata ég þau af móðurtryggð,

maðkinn tíni þrátt um byggð

eða flugu fríða.”

 

Lóan heim úr lofti flaug

( ljómaði sól um himinbaug,

blómi grær á grundu)

til að annast unga smá.

Alla étið hafði þá

hrafn fyrir hálfri stundu.

 

Öll börn ættu að alast upp við dýr og ljóð. Þá fengjum við ekki fullorðið fólk sem umgengst dýr eins og dauða hluti.

Að Kastljósi loknu las ég mér til um dýravernd (lög um velferð dýra). Ekki vantar góðan ásetning. Er ég ein um það að finnast það ankannalegt að eftirlitsskylda með velferð dýra skuli vera hjá Matvælastofnun. Er þetta ekki svolítið eins og fela mannætum eftirlit með mannréttindum? Nei nú geng ég of langt.

Nei, það er víða pottur brotinn varðandi meðferð dýra og allt of lítið eftir af persónulegu sambandi manns og dýrs sem ég ólst upp við, þar sem flest  dýr áttu sér nafn. Það sem hefur breyst er umgjörðin um dýrahaldið, dýrin eru hlutgerð. Þau eru matvæli. Væri ekki ráð að virkja, það sem ég held að sé meðfædd meðlíðan með dýrum og hætta að hlusta á að dýrahaldarar hafi ekki efni á úrbótum, ekki strax. Mig minnir að svínabóndi hafi fengið sex ára frest til að laga stíur fyrir gylturnar sem voru með svöðusár vegna þess að rimlarnir skárust inn í holdið.

Og svo þarf að hafa í huga hvað vammir þessara manna skemma fyrir bændastéttinni í heild. En flestir bændur láta sér annt um líðan dýranna sinna.

Myndin sem fylgir er af hænum Arnórs Krisjánssonar frænda míns. Ég hnuplaði þessari mynd af feaisbók og vona að hann fari ekki í mál við mig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi ályktun um mannæturnar og eftirlitið er óvenjusnjöll og hitti vel í mark.
Nei, þú gekkst ekki of langt Bergþóra.

Árni Gunnarsson, 11.12.2016 kl. 15:40

2 identicon

http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/12/14/kastljos-hafdi-ekki-ahuga-a-rikjandi-adstaedum-hja-bruneggjum-notudu-urelt-myndefni/

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 27.12.2016 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 187192

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband