Óskráðar minningar mínar: Katia Mann

IMG_3494 

Blómaskeið evrópskrar menningar.

Ég er klaufi að leita í leitarkerfi Hljóðbókasafns Íslands . Stundum hafa villur mínar í vafri um þetta rafræna bókasafn verið happadrjúgar. Ég finn það sem ég er ekki að leita að. Nú síðast var það lítil bók, eftir Katia Mann, konu Tómasar Mann (1875 1958). Þessi bók hafði alveg farið fram hjá mér. Kannski hefur hún aldrei verið gefin út á prenti. Hún kom út í Þýskalandi 1974 . Hér var hún lesin í Ríkisútvarpið 1988, hún var þýdd og lesin af Hirti Pálssyni. Ekkert slor.

Bókin heitir því sérkennilaga nafni, Óskráðar minningar mínar. Í inngangi er sagt frá tilurð bókarinnar. Eftir lát manns hennar lét þýska sjónvarpið gera viðtalsþætti með henni. Það eru þessir þættir sem eru í raun kveikjan að bókinni. Börn hennar hvöttu hana til að vinna með þá áfram til að hægt væri að gefa minningarnar út.

Það var hún síðan með þeirra  hjálp og Elisabeth Plessen en hún réði sjálf titlinum, þar  gerir hún á  vissan hátt grín að þessu fyrirtæki.

 Bókin er í frásagnarformi. Næstum spjall. Katia rekur ævi sína frá því að hún var lítil stúlka í föðurhúsum en dvelur mislengi við fólk og atburði. Mest þótti mér koma til frásögu hennar  um bernskuheimilið í Munchen. Umfjöllun hennar um bækur og ritstörf bónda síns er fróðleg en það kallar á talsverða þekkingu á verkum hans. Í frásögninni kemur  fjöldi frægs fólk við sögu og stundum saknaði ég þess að vita ekki meira um viðkomandi til að skilja efnið enn betur.

Katia  fæðist 1883 inn í vel stæða yfirstéttarfjölskyldu. Faðir hennar var prófessor í stærðfræði en móðir hennar var leikkona áður en hún giftist. Þau búa ríkmannlega. Ég las mér til í Wikipedíu. Þar var sagt að húsið þeirra hefði verið 1500 fermetrar, jafnframt er sýnd mynd af tónlistarsal hússins. Í mínum augum líkist það meir höll en húsi. En Katia gerir sér ekki tíðrætt um stéttarstöðu sína, hefur sjálfsagt litið á það sem eðlilegt og sjálfsagt. En það er bjart yfir þessum bernskuminningum. Bræður hennar verða allir menntamenn en það tíðkaðist ekki þá að dætur gengu menntaveginn. Það var fyrir tilstillan móðurömmu hennar, Hedwig Bohm að Katia menntast. Hún fór þó ekki í menntaskóla eins og bræður hennar, hún fékk kennara heim og tók stúdentspróf, fyrst kvenna í Munchen og hóf því næst nám við háskóla í stærðfræði og eðlisfræði. Var  meira að segja nemandi hjá sjáfum Röntgen. En þá kom Tómas Mann og ruglaði líf hennar. Það litla sem hún sagði um ömmu sína, kveikti forvitni mína og ég fletti Hedwig Dohm upp í Wikepedíu. Þá sá ég að þessi kona er rithöfundur, kvenréttindafrömuður og friðarsinni. Stórmerkileg kona. Ég vildi óska að hún hefði talað meira um hana.

Tómas var líka kominn af ríku fólki í Lübeck en tilheyrði frekar borgarastétt en hástétt. Hann var eldri og þá þegar þekktur fyrir ritstörf. Eftir nokkuð hik, tók hún bónorði hans. Henni fannst lífið gott eins og það var og langaði ekki að giftast og yfirgefa fjölskyldu sína þar sem hún naut alls þess besta sem í boði var, samkvæmis- og listalíf í hópi bræðra og vina, sem voru rjómi af yfirstétt Munchenborgar. Katia víkur aldrei beint að hjónabandi sínu en talar því meira um verk mannsins sín, ritstörf og fyrirlestra. Hún talar ekki heldur beint um eigin skoðanir né upplifun sína af uppgangi nasismans. Það er merkilegt að hugsa til þess hvernig rótgróin menning kollvarpast. Hún segir í stuttu máli frá því hvers vegna þau hjón verða að yfirgefa Þýskaland, en Tómas gagnrýndi nasismann og það leiðst ekki. En það sem hún segir nægir til að vekja forvitni og langa til vita meira. En Katia var orðin gömul kona, hún dó 1980.

Og nú fær ekkert stoppað mig. Ég er dottin í Tómas Mann.

Myndin er af Katia ungri. Hana tók ég traustataki af netinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 187190

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband