Kamelíufrúin: Alexander Dumas: Bók um hræsni, ást og dauða

image

Ég held mig við 19.öldina. Það er svo merkilegt að sjá öldina sem ól af sér svo marga drauma sem rættust ekki. Lýðræði, kvenréttindi, menntun og svo margt fleira.

Kamelíufrúin (kom út í íslenskri þýðingu 1938) er ekki flókin saga, hún er stutt, fjallar um brennandi ást, veikindi og dauða. Það eru engir útúrdúrar eða hliðarsögur í þessari frásögn. Sögumaður fer á uppboð á eignum látinnar konu, vændiskonu sem hafði slegið í gegn hjá ríkum og tignum karlmönnum Parísarborgar. Í framhaldi af uppboðinup hittir hann mann, sem elskaði þessa konu og hún hann og hann skráir niður frásögn hans. 

Sagan er um unga fátæka stúlku, barn? Hún yfirgefur heimili sitt og verður undrafljótt eftirsótt ástkona ríkra heldri manna. Hún er fræg. Lifir  hátt, býr í dýru húsnæði, klæðist tískufatnaði, safnar að sér fallegum hlutum og verður skuldug. Hún verður alvarlega veik en veikindin breyta litlu um hegðun hennar, þangað til hún kynnist manni sem elskar hana svo heitt, að hún elskar til baka. Þá fyrst vill hún breyta lífi sínu. En örlögin valda því að henni er ekki ætlað að eiga betra líf. Í raun fórnar hún sér fyrir ást sína. 

Lýsingin á þjáningum þessar ungu stúlku í dauðastríðinu eru ekki bara átakanleg, hún er hræðileg, grimm. 

Þessi saga byggir á annarri sögu, sem er sönn og e.t.v. enn átakanlegri. Og hún stóð nær höfundi enn hann vildi láta í veðri vaka. 

Það var kominn tími til þess fyrir mig að lesa þessa bók og það var þýðandinn, Karl Ísfeld sem réði vali mínu. Hann er snillingur. 

Eftirmáli

Ég sneiddi hjá bókum Alexanders Dumas þegar ég var á gleypialdrinum, hélt að þetta væru strákabækur. Ég hafði ekki hugmynd að þeir "Dumasarnir" væru tveir, eldri og yngri. Þess vegna las ég ekki heldur Kamelíufrúna semer svo sannarlega kvennabók (ef maður flokkar á annað borð bækur), þótt hún sé eftir karl. Líklega var eins gott að ég las hana ekki fyrr, nú er ég nógu þroskuð fyrir hana. Þegar, hún kom út á sínum tíma (1848) var hún stór biti í háls fyrir hræsnisfullan samtíma sinn. Kannski of stór. Verdi gerði samt óperu (La Traviata) sem byggir á þessari raunasögu ungu stúlkunnar sem lést úr berklum 23 ára gömul. 

Síðan ég las þessa sögu er ég búin að liggja í efni um feðgana Dumas. Alexander Dumas yngri var fæddur 1824 og dó 1895. Þeirra saga er ekki síður merkileg. Kannski á ég eftir að skrifa eitthvað um þá síðar.

Unnur Jökulsdóttir las þessa bók, hún er frábær lesari. 

Myndin sem fylgir er af pelagoníu en ég átti enga mynd af kamelíu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband