Um minningar Guðrúnar Borgfjörð: Viðbót

image

Ekki tókst betur til í gær í skrifum mínum um hina snjöllu bók Guðrúnar Borgfjörð, sem hún nefnir Minningar, að ég setti inn mynd, sem mér er sagt að sé ekki af henni. Bókin Minningar nær ekki nema til 1888 en Guðrún var fædd 1856, svo Guðrún er að lýsa lífi ungrar konu. Mig langaði til að láta fylgja mynd af henni ungri. Eftir að hafa gramsað á netinu, fann ég mynd af ungri stúlku og við stóð að Guðrún Borgfjörð. Ég tók "sénsinn" en hef nú verið leiðrétt, og ég kann Hörpu Hreinsdóttur þökk fyrir.

Það hafði vakið athygli mína við lestur bókarinnar að tvisvar var vikið að því í bókinni að hún hefði ekki verið fríð, fyrst víkur hún að þessu sjálf, síðan talar frændi hennar Klemens um þetta í eftirmála. Myndirnar sem ég fann af Guðrúnu, voru allar af roskinni eldri konu sem mér fannst frekar aðlaðandi. Við þessar "rannsóknir" mínar komst ég að því að ég hugsa ekki um útlit fólks eftir skalanum ljótur - fallegur, heldur einhverju allt öðru. Þó þekki ég vel þennan skala, hann skipir mig bara ekki máli.

En úr því að ég fór að bæta við vangaveltur mínar um Guðrúnu, langar mig að bæta örlitlu við skrif mín. Mér fannst bæði fallegt og fróðlegt hvernig Guðrún talar um móður sína. Hún lýsir henni sem gáfaðri útsjónarsamri konu sem átti stundum erfitt líf. Það er t.d. mikið á konu lagt sem þarf að flytja búferlum frá Akureyri til Reykjavíkur, ríðandi í söðli komin á steypirinn. Aumingja elsku mamma segir Guðrún oft. Og þótt Anna Guðrún Eiríksdóttir móðir hennar, hefði enga skólamenntun hlotið, tók hún að sér að segja börnum til og drýgja með þvi tekjur heimilisins. Þess vegna sló það mig, þegar Klemens skrifar í eftirmála, að Jón Borgfjörð hafi komið öllum fjórum sonum sínum í gegnum háskólanám. Hann á hér að sjálfsögðu við kostnaðarlið skólagöngunnar. En Klemens á þakkir skyldar fyrir að koma þessari bók á prent, án hennar værum við enn fátækari af efnivið í sögu kvenna. 

Hér læt ég staðar numið í skrifum mínum um þessa bók enda enginn fræðimaður á þessu sviði og um hana hefur heilmikið verið skrifað. 

Myndin sem nú fylgir er sömuleiðis tekin af netinu og nú vona ég að þetta sé Guðrún sjálf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 186934

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband