Spor: Lilja Sigurðardóttir: Eins og að ráða krossgátu

image

Hver kannast ekki við tilfinninguna að vera svangur, langa í eitthvað, bara alls ekki það sem er til í ísskápnum? Eftir að hafa kvatt Anniku Bengtzon (sköpunarverk Lizu Marklund) með söknuði, vissi ég  þó að mig langaði að lesa enn fleiri krimma. Ástæðan fyrir glæpasögulestrinum var bakverkur, ég treysti mér ekki í tormelt lesefni. Bókin Spor eftir Lilju Sigurðardóttur varð fyrir valinu. Ég hafði aldrei lesið neitt eftir hana áður.

Bókin byrjar ljúft, ungur maður er aðæ koma heim eftir áfengismeðferð, hann saknar sárt fyrrverandi konu sinnar ... Hún er rannsóknarlögga sem er að takast á við að leysa sitt fyrsta morðmál. Hinn myrti hefur einnig átt við áfengisvanda að stríða svo lögreglukonan leitar til fyrrverandi manns síns, biður hann að segja sér frá mönnunum sem hann hefur setið með á AA-fundum. Þetta er alveg á mörkunum að vera siðferðilega rétt en hann slær til af því hann þráir nálægð við sína fyrrverandi.  

En það er framið nýtt morð og svo enn annað og það kviknar hugmynd um að þarna sé raðmorðingi á ferð svo nú er farið að leita að munstri sem geti skýrt hver þarna sé á ferðinni. Þetta er glæpasaga sem stendur undir nafni. En til að gera langa sögu stutta, þá virðist árangursríkt að skoða morðin út frá 12 spora kerfinu. Nú vona ég að það spilli engu fyrir hugsanlegum lesendum með að upplýsa þetta en meira segi ég ekki. 

Það var fræðandi að lesa þessa bók, ég veit nú fjölmargt um líðan og langanir þeirra sem eru að halda sér þurrum og ég er enn fróðari um 12 spora kerfið. Þetta með að kúga fólk til trúar á Guð er verra en ég hélt. Reyndar ætla ég ekki að fjalla um að hér, heldur hitt að sporavinnan í bókinni skilaði árangri, morðinginn fannst. 

Þetta er formúlubók en spennandi engu að síður. En raðmorð eru ekki fyrir mig. Bæði er, að ofbeldið verður yfirgnæfandi og skyggir á fjölmargt annað sem gerir bók góða. Þar ber hæst (í mínu tilviki) að fá þá tilfinningu að höfundi liggi eitthvað á hjarta, hvað vill hann segja fólki með þessari bók? Í ofbeldisfullum bókum verður persónusköpunin og trúverðug samskipti fólks stundum út undan, þótt það eigi ekki við um þessa bók. Helstu persónur eru vel dregnar og sama gildir um samskipti þeirra. 

En raðmorð í okkar fámenna landi verða á vissan hátt afkáraleg, ég tala ekki um þegar búið er að smætta hópinn niður í alkóhólista, hvað þá ef hringurinn er gerður enn þrengri.  Gengur þetta tölfræðilega upp? En sagan gengur upp. Ég hef aftur á móti ekki lengur gaman af svona bókum. Þær gera mér sama gagn og krossgátur. Reyndar rifjast upp fyrir mér tímar þegar ég lá í bókum þar sem lausn morðsins lá í röð smáatriða eins og t.d. að stúdera tímatöflur lesta (Agatha Christie) eða í gamalli hefð við að hringja kirkjuklukku (Dorothy Sayers). Mér er sagt að höfundur Sporsins sé meðvitað að fylgja form,úlu Dan Brown, höfundar Da Vincy lykilsins. Henni tekst það svo sannarlega. Snilldarhugmynd að fræða um 12 sporakerfið. 

Það er bara ég sem er ekki á réttu róli. Nú vil ég samfélagslegar/pólitískar glæpasögur með boðskap. Reyndar ætla ég að lesa eina bók eftir Lilju í viðbót, Gildruna. Svo  ætla ég að endurlesa bók Þráins, Dauðans óvissu tími, þar sem hann spáir fyrir um hrunið. Og ef ég verð enn í glæpasögugírnum, langar mig til að lesa aftur bók  Sigrúnar Davíðsdóttur, Samhengi hlutanna, sem er tragísk hrunsaga. 

Það getur verið gaman að vera staddur í öldudal vegna bakverkja og lesa bara "léttmeti" vegna depurðar. Eða hvað?

Það er gott til þess að vita hvað það eru til magar góðar glæpasögur. Þá get ég verið döpur lengi. 

Myndin sem fylgir er úr Rannsóknarskýrslunni. Grafið minnir mig á Norðurdalsfjöllin (í Breiðdal). Mér finnst hún falleg en ekki man ég að segja hvaða hræringar þarna vor á ferð í efnahagslífinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Bergþóra. Gaman að fylgjast með þér en ég er með uppástungu og eða beiðni um að lesa Þjóðarpláguna Íslam og commentera á hana. Þú myndir fá hundruð ef ekki þúsundir sem myndu fylgjast með þér. Ég er að lesa þessa bók en er lengi að lesa.

Valdimar Samúelsson, 24.5.2016 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 187192

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband