Annika Bengtzon vinkona mín: Þar sem sólin skín

image

 

Þegar ég las síðustu bók Lizu Marklund um líf og störf söguhetjunnar Anniku Bengtzon, fannst mér eins og ég hefði misst af einhverju, sem skipti máli. Hélt að ég hefði hoppað yfir bók. Af hverju var Annika tekin aftur saman við eiginmann sinn, leiðindaskarfinn Thomas? Núna hef ég rakið mig til baka í bókunum og hef áttað mig. 

Fyrir þá sem ekki þekkja sögurnar: Annika Bengzon er ung róttæk blaðakona af alþýðuættum. Hún á erfitt með að sætta sig við óréttlæti og spillingu í samfélaginu og reyndar í heiminum öllum, ef út í það er farið. Hún flækist gjarnan inn í mál sem þetta varðar. Rannsóknir hennar eiga oftar en ekki þátt í því að þau  upplýsast. Annika er eldklár, óþolinmóð og hvatvís ung kona sem fer sínar eigin leiðir. Samstarf og hlýðni eru ekki hennar sterkustu hliðar. Hún á tvö börn og leitast við að vera góð móðir.

Bókin sem ég var að ljúka við í nótt heitir, Þar sem sólin skín. Ég hlustaði á hana sem hljóðbók, það var Sunna Björk Þórarinsdóttir sem las. Hún les vel. Ekki spillir að ég þekki Sunnu og nú hefur Annika svolítið fengið hennar svip eða er það öfugt? 

Bókin, Þar sem sólin skín, fjallar um spillingu og glæpi sem eiga rætur í fortíð. Sögusviðið spannar gamla fátæktar-Svíþjóð til lands velferðarinnar sem við könnumst við. Hluti sögunnar gerist þar sem sólin skín, á Spáni, Gíbraltar og Marokkó. Bókin er efnismikil, þræðirnir liggja víða. Annika er skilin við Tómas en saknar hans en það er pláss fyrir smá ástalíf. Eiginlega er einum of mikið um að vera í þessari bók en kaflinn um peningaþvættið er meistaraverk og á eitthvað svo vel við núna. Hún kemur út 2008 og þá var enn löglegt að vera með aflandsfélög í Evrópu, en það stóð til að uppræta þessa "þjónustu" sem var gert 2010. Það var svolítið eins og að vera komin heim að lesa þessa bók. 

En það var meira um morð og ofbeldi í þessari bók en hjá okkar mönnum, sem enginn skilur af hverju eru að vista peningana sína, sem þeim þykir svo vænt um, svo fjarri sér. Þeir græða hvort sem er ekkert á því og þurfa að borga fólki fyrir að búa til flækjur, sem þeir skilja ekki einu sinni sjálfir. En hver veit svo sem hvort þetta falda fé tengist ekki morðum og stríðum. Það er til svo mikið af óheiðarlegu fólki í heiminum og einhvers staðar þarf að þvo peninga.

Ég vona að það hafi komist til skila að mér þykir mikið koma til Lizu Marklund. Ég hef heyrt út undan mér að einhver menningarlegur bókelskandi gagnrýnandi hafi sett hana í ruslflokk og hugsa ósjálfrátt. Of pólitískt og feminiskt fyrir suma. Ég nefni engin nöfn!!!

Ég finn til viss tómleika eins og eftir allar góðar bækur. Ég veit að það líður hjá, það er mikið til af góðum bókum í henni veröld. 

Myndin er af línuriti úr Rannsóknarskýrslunni góðu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband