Houellebecq: Unirgefni: Ekkert fyrir mig

image

Þetta er þriðja bókin sem ég les eftir þennan höfund. Ástæðan er alltaf sú sama, honum er hrósað upp í hástert. Fyrsta bókin sem ég las hét Öreindirnar, sú næsta var Kortið af heiminum og nú bætist Undirgefni við. Mér falla ekki þessar bækur og í öllum tilvikum var ástæðan sú sama. Þetta eru heimsósómasögur,allt er bölvað, meira að segja vandlætarinn, höfuðpersónan er á barmi örvæntingar.

UNDIRGEFNI

Undirgefni vísar vísar annars vegar til að vera undirgefinn Guði almáttugum og hins vegar til hvernig konan á að vera manni sínum trú og undirgefinn. 

Þetta er lærð bók, höfundurinn svamlar eins og fiskur í vatni franskra bókmennta og það eru ótal vísanir í gangi sem ég hef engar forsendur til að skilja. Eitt höfuðviðfangsefni bókarinnar eru frönsk stjórnmál og mig grunar að þessi bók sé að einhverju leyti fyrst og fremst til heimabrúks. Aðalpersónann er miðaldra háskólakennari, sögusviðið er París og samtíðin út frá sjónarhorni þessa lífsleiða manns eru 19. aldar fræði með áherslu á höfundinn Huysmans, ég hef ekkert lesið eftir hann. Hann virðist vera einmana enda trúir hann því sjálfur að helst sé huggunar að leita í kynlífi, mat og víni. Hann hefur aldrei verið í föstu sambandi og á engan vin. Ég fer strax að leita að skammstöfunum til að skella á hann greiningu til að gera hann þolanlegri. 

En það leynir sér ekki að höfundi er mikið niðri fyrir, það liggur við að hann sé með boðskap. Hann sér fyrir sér fall franskrar menningar og þar með evrópskrar menningar. Og það er einmitt þetta sem bókin fjallar um. Frakkar hafa ekki tekið vara á franskri menningu og Íslam tekur yfir. Erfiðast er að horfa upp á hvað þetta gengur allt auðveldlega fyrir sig.

LOKAORÐ

Þetta  er vel sögð saga enda er henni hampað um allan heim. En það er eitthvað að þessum manni, ég á við höfundinn. Kvennasýn hans er svo brengluð að mér finnst ekki á hann orðum eyðandi. En það er gott að hann skuli skrifa bækur, annars væri hann trúlega virkur á kommentakerfinu að skrifa sóðalegan hatursáróður gegn konum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 187116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband