Þrír sneru aftur: Guðbergur Bergsson

image

Nú hef ég lokið við bókina, Þrír sneru aftur, en þó? Ég er enn að velta því fyrir mér, hvað Guðbergur er eiginlega að meina, bókin sækir á hug minn aftur og aftur. Bók sem þannig hagar sér hlýtur að vera góð, hún vill mér eitthvað. 

Í fyrstu las ég bókina eins og klassískt ævintýri. Tvær stúlkur og einn drengur alast upp hjá gömlum hjónum á afskekktum bæ. Þar býr líka sonur hjónanna, Sonurinn. Þetta er fátækt fólk sem lifir af því sem landið gefur. Fljótlega fær lesandinn að vita að drengurinn er þarna í sveit eins og það var kallað en stúlkurnar hafa alfarið alist þarna upp því þær eru afa- og ömmubörn gömlu hjónanna, en þó ekki systur.

Eftir því sem sögunni vindur fram stækkar heimurinn og fleira fólk bætist við. Mæður stelpnanna búa í Chicagó en móðir drengsins er á spítala og nýja konan í lífi föður han kærir sig ekkert um að flækja líf sitt með því að taka bólugrafinn ungling inn á heimilið. 

En sagan snýst ekki einungis um heimilisfólkið,gesti ber að garði. Fyrst koma tveir Bretar í heimsókn. Svona ljómandi huggulegir menn sem líka eru búnir að læra íslensku. Þangað kemur líka Þjóðverji, hjálpsamur maður sem vill bara fá að vera einn og í friði. Hann fær að koma sér fyrir í helli og stelpurnar færa honum mat sem gamla konan eldar. Í staðinn hjálpar hann bóndanum að setja upp vindrellu og leggja rafmagn í bæinn. 

Stelpurnar dreymir um að komast í burtu en fyrst verða þær að fermast. Gamla konan fær leyfi til að kenna þeim heima. Stákurinn er í raun hændur að bænum og fólkinu og tengist syninum sem er ónytjungur. Eitt af því sem tengir þá, er bókin Þrír snúa aftur. Hún fjallar um lífsbaráttu skipreika manna á fleka út á reginhafi. Sú barátta er hörð.

Nú hef ég fallið í þá gryfju að endursegja bók sem mig langar til að kynna svo fleiri lesi, en það er við hæfi og því stoppa ég hér. En þó langar mig til að vitna í minn kæra Megas í Ég á mig sjálf:"og svo kom stríð/og svo kom her/ og svo kom friður/og ennmeiri her".

Þegar þessu litla ævintýri er lokið er Guðbergur búinn að segja sögu þjóðar og heillar heimsstyrjaldar. Þetta er svikul þjóð sem selur allt sem henni er heilagt og stríð er næstum eins og náttúrulögmál. En einhverjir græða þó og það hafa orðið framfarir. Í lok bókarinnar hefur drengurinn fundið sér konu og þau reka saman ferðaþjónustu á býlinu. Sá kafli var óborganlega fyndinn eða sorglegur. Ég veit ekki hvort. 

Ég þarf oft að taka mér tak til að leggja í að lesa Guðberg, hann gengur svo nærri mér. Mér finnst stundum að honum þyki ekki vænt um persónurnar sínar, fólkið sitt. Hann gerir gys að því, dregur það sundur og saman. Mig grunar að honum þyki ekki vænt um þjóðina sína, hún er fölsk og ómerkileg. En auðvitað dái ég hann og nú bíð ég spennt eftir því hvað frændur okkar á Norðurlöndum segja um hann. En við, þessi spillta þjóð  eigum Guðberg.

Myndin tengist ekki textanum nema óbeint. Hún er frá Alhambra á Spáni  en ég veit að þangað hefur Guðbergur dótt mikla næringu 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 187118

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband