Ég kveð Ruth með söknuð í hjarta: Takk frú Gaskell

image

Ég hef nú lokið við sögu Elisabeth Cleghorn Gaskell, un ungu stúlkuna Ruth Hilton. Seinn Ruth Dennigh. Þetta er ein af stóru bókunum í lífi mínu. Og auðvitað er hún frá 19. öldinni en ég dvel þar meira og meira. 

Sagan segir frá saumalærlingnum, eða réttara sagt saumaþrælum Ruth. Hún er 16 ára þegar sagan hefst, munaðarlaus sakleysingi. Með sakleysingi á ég við að hún er vel meinandi og á sér einskis ills von. Hún er trúuð, samviskusöm og afakr falleg. Aðbúnaður kvennanna á saumastofunni þar sem hún vinnur og býr, minnir á lýsingar sem við fáum nú um slíkan atvinnurekstur í Asíu. Hún kynnist af tilviljun ungum manni af hærri stigum, hann táldregur hana og svíkur síðan. En Ruth er heppinn, henni er bjargað af góðu fólki. Hjá þeim elur hún son, en af slíkar barneignir brjóta í bága við hræsnisfulla guðhræðslu Victoríutímans. Benson, sem er að vissu leyti fatlaður vegna slyss sem hann varð fyrir sem barn, tekur Ruth að sér með aðstoð systur sinnar. Benson er prestur en systir hans annast heimili þeirra. 

Velgerðarenn hennar láta hana skipta um nafn og kynna hana sem fjarskylda frænku sem hefur misst mann sinn. Þau eru bæði mjög trúuð en en andstætt tíðarandanum telja þau að fyrirgefning og hjálp séu meira í anda Krists en fordæming og útskúfun. Þetta gengur allt vel í fyrstu Ruth sem er ekki bara falleg, heldur líka vel gefin, menntast með hjálp vina sinna og fær síðan vinnu sem heimiliskennari á góðu og vel stæðu heimili. En "syndir" fortíðarinnar elta hana uppi, með hjálp slúðurbera. Fína fólkið getur ekki látið fallna konu kenna börnum sínum og Ruth missir vinnuna. 

Ég ætla ekki að rekja sögunna lengra. Hún er spennandi og falleg. Mér finnst merkilegt að lesa um fólk þessa tíma, sem hafði unun af blómum, náttúru og gönguferðum. Fólki sem talaði um rétta og ranga breytni. Fólki með tilfinningar. 

Mér verður hugsað til okkar 19. aldar höfunda Jóns Thotoddsen (f. 1818) og Torfhildar Hólm (f. 1845). Ég las mér Jón Thoroddssen til ánægju sem barn og reyndi að lesa Torfjildi en náði ekki sambandi. Kannski ætti ég að gera aðra tilraun. Hún var prestsfóttir og gift presti eins of frú Gaskel.

Það skýtur kannski skökku við að ég trúleysinginn skuli hafa gaman að lesa slíkar trúarbókmenntir. Enð trúarbrögð voru hluti af pólitík og heimspeki þess tíma og það er æfingavert. Hvað trúarbrögð standa fyrir í hinum kristna heimi veit ég ekki. Það er önnur saga.

Einar Már Jónsson sagnfræðingur sækir efni til Gaskell í bók sinni Örlagabotgin, því hún þykir áreiðanleg þegar kemur að því að lýsa samtíma sínum. 

Ég sakna Ruthar en ég hef þegar byrjað á annarri bók eftir þennan góða höfund.

Myndin er frá saumastofum þessa tíma, sótt á netið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 186943

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband