Nýjustu útrýmingarbúðirnar eru lönd: Hvaðan koma vopnin?

 

image

Ég var að horfa á fréttaskot í sjónvarpinu (á erlendri stöð) frá glundroða sem kom upp þegar hópur flóttamanna braut sér leið undir og í gegnum gaddavírsgirðingu sem Ungverjar hafa reist til að verjast flóttamönnum. Ég horfi á svipinn á fólkinu og hvernig það gekk. Þarna fór fólk sem hafði misst allt og það eina sem var eftir var lífið sjálft.  Allt í einu sá ég fyrir mér annað fólk, sem var að reyna að flýja annað land fyrir u.þ.b. 70 -80 árum síðan. Ég fór að hugsa til Gyðinga, þeirra sem tókst að flýja og hinna sem ekki tókst. Síðar meir var það sem gerðist kallað þjóðarmorð. Allir hétu því þá að slíkt mætti aldrei endurtaka sig. 

En hvað er að gerast nú, í löndunum sem þetta fólk er að flýja? Við vitum það varla, þrátt fyrir endalausar fréttir þaðan.  En flóttafólkið veit það. Það er ekki hægt að lifa þar lengur. En hvað getum við hér gert og hverjir bera ábyrgðina?

Ekki veit ég það, þótt ég hafi lagt mig eftir því að fylgjast með þróun mála í Austurlöndum nær. Allt veður svo dæmalaust flókið þegar farið er að útskýra stöðuna og svo greinir menn á um kjarna málsins. Hvað hægt sé að gera í stöðunni. 

En eitt veit ég. Það eru einhverjir sem græða á þessu stríði (stríðum). Það eru vopnaframleiðeiðendur og vopnasalar og um þá er allt of lítið talað. Ég veit ekki hvers vegna þeir fá að sleppa svo létt en grunar að það sé vegna þess að þeir eru voldugir, spilltir og tengdir sömu aðilum sem eru í aðstöðu til að gera eitthvað í málunum, þ.e. valdhöfum ríkjanna.

Ég sé einungis tvennt sem við almennir borgarar getum gert. Við getum krafist þess að fréttamiðlar fletti ofan af vopnasölum og við getum krafist þess af okkar eiginn valdhöfum að við verðum í liðinu sem tekur á móti flóttafólki og leggjum því lið. 

Við erum lítil en við erum rík.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband