Hatursáróður gegn gömlu fólki?

Ég hef satt að segja verið hugsi siðan ég last tvo greinastubba í hinu ,,frjálslynda" blaði, Fréttablaðinu í, Frá degi til dags. Annar stubburinn ber yfirskriftina, Kaldastríðskarlar, hinn, Fylgitungl stjórnmálamanna. 

Í Kaldastríðskallar er vitnað til orða Stefáns Ólafssonar, þar sem hann hrósar Jóni Baldvini fyrir skýra stjórnmálasýn sem Stefán ber saman við sýn yngri stjórnmálamanna. Stefán hrósar Jóni Baldvini á kostnað yngri stjórnmálamanna og þeim sárnar. Ég er ekki að skrifa þennan pistil, til að taka undir orð Stefáns enda ekki að öllu leyti sammála en mér finnst Jón Baldvin síst eiga skilið uppnefnið kaldastríðskarl. Enda mun hans verða minnst fyrir annað. Hann rauf fyrstur pólitíkusa skarð í járntjaldið. 

Í greinarstubbnum sem ber yfirskriftina, fylgitungl stjórnmálamanna, er sagt frá því hvernig Guðmundur Steingrímsson agnúast út í það að fyrrverandi stjórnmálamenn skuli taka þátt í stjórnmálaumræðu. Í báðum tilvikum eru ,,öldungarnir" afgreiddir með ,,hnyttni". Þessi orðræða pistlahöfundar sló mig, mér fannst eitthvað rangt við hana. Fannst sem það væri verið að flokka fólk. Er það ekki einmitt það sem við, gamla fólkið meðtalið, höfum verið að vinna gegn?

Eftir að ég ákvað að skrifa þessar línur, ákvað ég að skoða þessa umræðu betur á netinu. Þá fyrst var mér verulega brugðið. Ég get ekki betur séð en að það sé hatursároður í gangi gegn gömlu fólki. Helstu rökin fyrir því að Ólafur Ragnar eigi ekki að bjóða sig fram enn og aftur, er aldur hans en ekki frammistaða hans í embætti og skoðanir (reyndar finnst mér að nú sé nóg komið en það hefur ekkert með aldur hans að gera).

Dóri DNA hefur látið út úr sér að gamalt fólk ætti ekki að fá að ákveða neitt, nema kvöldmatinn. Þetta er að vísu sagt í skjóli fyndninnar en hvað fyndist okkur um þessa fullyrðingu ef við skiptum út orðinu, gamalt fólk, fyrir kvenfólk eða fólk með þroskahömlun. 

Ég er auðvitað ekki að skrifa þetta út af Jóni Baldvini og Ólafi Ragnari, heldur út af sjálfri mér. Ég er reyndar ekki á leiðinni í framboð en ég lít svo á að þátttaka í pólitík og pólitískri umræðu sé nánast borgaraleg skylda. Á hvaða aldri sem maður er.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Bergþóra.

Ekki virðist aldurinn há Franz páfa, sem verður 79 ára 17. desember, en er öflugur orkugjafi, óhræddur við breytingar, lifir einföldu og sparsömu lífi og nýtur mikilla vinsælda.

Og ekki háði aldurinn Konrad Adnenauer, sem varð kanzlari Vestur-Þýzkalands hátt í 74 ára og lét af embætti rúmum 14 árum síðar.

Jón Valur Jensson, 29.7.2015 kl. 01:02

2 identicon

Einmitt. Einnig má geta þess að sá maður, sem hlaut mestan stuðning ungs fólks í forkosningum stóru flokkanna í Bandaríkjunum fyrir síðustu forsetakosningar, var Ron Paul sem þá var á 77. aldursári.

Kjartan Magnússon (IP-tala skráð) 29.7.2015 kl. 10:18

3 identicon

Sammála þér Bergþóra. Í riti sínu Ríkinu segir Platón að heimspekingar eigi að stjórna ríkjum. Sá einn getur talið sig heimspeking sem náð hefur fimmtíu ára aldri. Þeir yngri eru reynsluminni og skortir vit og reynslu til að stjórna ríkjum. Það er hverju ríki hættulegt að ráða ungviðið til forystu.

Jakob Bragi Hannesson (IP-tala skráð) 29.7.2015 kl. 14:25

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Jakob: "Það er hverju ríki hættulegt að ráða ungviðið til forystu."

Jón Valur Jensson, 29.7.2015 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 186934

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband