Hvern langar til að lesa um fötlun?

Eg tók eftir því að þegar Tímariti Öryrkjabandalagsins var borið í hús í sumar, þá var búið að henda því öllu í körfuna fyrir ruslpóst (ég bý í blokk) áður en ég var búin að taka mér eintak. Eg fiskaði mér samt eitt blað og renndi í gegnum það. Það var gaman að lesa það og fróðlegt. Þetta var í júní um líkt leyti og umræða um málefni öryrkja var af einhverjum ástæðum á neikvæðum nótum. Í blaðinu voru viðtöl við ungt fólk sem er að gera það gott í samfélaginu og fullt af bjartsýni.

Í gær hlustaði ég á viðtal við borgarstjórann okkar, Dag B. Eggertsson í þættinum, Með okkar augum. Eitt af því sem hann var spurður um, var hvort honum fyndist ekki stundum að hann væri fatlaður. Hann hugsaði sig vel um en sagði síðan nei. Honum fannst greinilega að hann þyrfti að útskýra málið og sagði að hann héldi reyndar að fólk almennt, líka fatlaður, hugsaði ekki um sig sem fatlaða, heldur sem manneskjur. Mér fannst þetta gott svar, því ég er því sammála og mér finnst það undirstrika mikilvæg sannindi.  

Ég get á vissan hátt vísað í eigin reynslu, því ég hef verið að tapa sjón og telst nú lögblind. Það breytir ekki hugsun minni um mig nema þegar ég rek mig á takmarkanir sem af því hljótast. Oftar en ekki finnst mér að takmarkanirnar orsakist ekki bara af augunum mínum, heldur einnig framsetningu hlutanna. Mér finnst letrið of smátt eða grafíkin ekki nægilega skörp. Oft þyrfti í raun að gera svo lítið til að upplýsingarnar nýttust mér og mörgum, mörgum fleiri. Og af því ég er fyrrverandi kennari og hef reynslu af vinnu með leshömluðum, veit ég að margt þetta litla sem vantar gæti ekki síður nýst fólki sem á erfitt með lestur. 

Samanlagt er þetta það stór hópur, að ég hef oft velt því fyrir mér hvernig stendur á því að þeir sem eru að selja vöru og þjónustu, keppast ekki við að koma upplýsingum betur á framfæri. Hvers vegna virkar ekki samkeppnin? (Verð að taka það hér fram að ég hef aldrei trúáð á mátt hennar). Stundum myndi nægja að taka burt glansinn og/eð bæta lýsingu. Vita ekki þeir sem setja upplýsingar á netið að það er erfitt að vera með órólegan bakgrunn. Það er til mikil vitneskja um hvað virkar best fyrir sjóndapra en það er líka mikilvægt að muna að allt þetta er afar einstaklingsbundið, sjónskerðing er svo flókið fyrirbæri. Það er haft á orði ef það er erfitt eða nær ómögulegt að lýsa hlut, að það sé eins og að útskýra lit fyrir blindum. Það hefur hvarflað að mér að þannig sé því einmitt varið með að útskýra sjondepru fyrir sjáandi. 

En þá verður bara að taka reynsluna trúanlega. Það er erfitt að lesa merkingar í búðum, m.a. vegna plastins sem sett er yfir letrið og svo er þeim oft illa fyrir komið. Oft reynir reyndar á að hafa húmorinn í lagi og horfa á sjálfan sig með augum annarra. Ég brosi t.d. innan í mér, þegar ég krýp á hné í Ríkinu og rýni í upplýsingar í neðstu hillunum ( þar sem ódýrustu tegundirnar eru). Mér finnst það fyndið. Er ekki eitthvað ótrúlega hlægilegt og um leið nístandi, að horfa á gamla konu krjúpa á kné í ríkinu? Hvort á þessi gamla kona að hætta að drekka eða færa sig í dýrari vín? Þau sjást betur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 187110

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband