Höft og hrægammar: Slá þú hjartans hörpustrengir

image

Ég ætla ekki að tala um það hér, hvernig mér gengur að skilja það sem er upp og það sem er niður í fjármálum þjóðarinnar. Ég ætla bara að tala um hljóm orðanna. Öll orð hafa sinn tilfinningalega hljóm eða blæ, þau koma við ákveðna hjartastrengi. Það er staðreynd en líklega er þetta þó eitthvað breytilegt eftir hverjum og einum. Hljóðfærin eru misjöfn sem leikið er á. Ég veit bara hvernig mitt hljóðfæri hljómar.

Nú ætla ég að tala um orðin sem mér finnast ljót:

Nauðungarsamingar: það er ljótt orð, það getur ekki verið neitt gott við nauðung. Hún er í eðli sínu vond.

Kröfuhafar: Frekar ljótt orð. Það er eitthvað frekjulegt við það. Er ekki bara verið að tala um fólkið sem við skuldum? 

Hrægammasjóðir: Hræðilega ljótt orð. Það felur í sér ótta við hættulega ránfugla og vonda lykt, fnyk að rotnandi holdi. Mér stendur eiginlega meiri stuggur af lyktinni en af fuglunum. 

Höft: Hljómar vel. Ekkert athugavert við hljóminn í orðinu höft. Kveikir á ljúfum minningum frá barnæsku, þegar ég lærði að maður bregður haftinu á afturfætur kúnna en framfætur hestanna. Þetta þótti mér merkilegt þá. Það voru til brandarar um menn sem höfðu farið öfugt að. Nú hef ég ekki hugmynd um hvar maður bregður haftinu um gjaldeyrisdýrið en finnst eðlilegt að lina um haftið ef það er orðið sæmilega tamt og meðfærilegt.

Stöðugleiki hljómar vel. En eftirhljómurinn kveikir á tortryggni. Þetta hlýtur í raun að ráðast af því hvar maður er staddur í jöfnunni. Og ég hef ekki grænan grun um hver er í raun munurinn á stöðugleikaskatti og stöðugleikaframlagi. 

Ég ætlaði fyrst og fremst að tala umjm hljóm orðanna og reyna að halda mig frá stjórnmálaumræðu síðustu daga. En þar sem ég er eldri en tvævetur, veit ég sem er að orð eru ekki síður valin til að blekkja en til að segja nákvæmlega satt. Þegar orðin í umræðunni hljóma óeðlilega illa eða verða sæt og mjúk eins og hunang, er ég á verði.  

Eftur að hafa leitast við að skilja hvað er að gerast í pólitíkinni (ég lít á það sem borgaralega skyldu í lýðræðisþjóðfélagi) hallast ég að því að annað hættumerki sé í uppsiglingu. Það eru stórar glærur. Er ekki eitthvað að pólitískri umræðu þegar glærurnar eru komnar í yfirstærðir? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 187192

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband