Bara börn

image 

Ég hef verið að undirbúa mig fyrir síðasta bókafund ársins í öðrum af tveimur bókaklúbbun sem ég tilheyri. Ég er búin að lesa bókina sem við settum okkur fyrir á síðasta fundi sem var haldinn stuttu eftir andlát Günter Grass (f. 1927). Köttur og mús, varð fyrir valinu. Ég hafði ekki lesið hana áður, en fyrir nokkrum árum las ég Blikktrommuna (í hinum bókaklúbbnum mínum). Á eftir fékk ég dellu fyrir Grass og reyndi að lesa Beim Häuten der Zwiebel á frummálinu en gafst upp og las hana á ensku, Peeling Onion. Mér finnst gaman að fá góða listamenn á heilann. 

Bókin, Köttur og mús, er stutt...drengjasaga. Hún segir frá unglingum í menntaskóla í Danzig á 4.áratug 20. aldar, árum í aðdraganda stríðsins. Danzig er að hluta til pólsk og hefur stöðu fríríkis, reyndar bara að nafninu til þegar hér er komið sögu. En drengirnir eru ekki uppteknir af því. Þeir lifa í sínum unglingaheimi og í upphafi sögunnar eru þeir uppteknir af ævintýrum sem fylgja því að synda út í skipsflak í inn siglingunni og kafa niður í vistarverur þess.

Það er kórdrengurinn Pilenz sem segir söguna, sjónarhornið er hans og stundum talar um hvað vakir fyrir honum. Hann er að skrifa um Mahlke, sem er einn af þeim drengjunum en samt alveg sérstakur. Lesandinn veit að það er stríð í uppsiglingu en drengjahópurinn er ekki upptekinn af því, ef frá er talinn áhugi þeirra að kunna allt um orustuskip, kafbáta. Þeir romsa upp úr sér nöfnum þessara hertóla, stærð og búnaði, eins ég gæti ímyndað mér að okkar gætu gert ef þeir væru að tala um uppáhalds hljómsveitir.

En stríðið mallar allstaðar undir  í frásögninni en þetta eru bara börn. Nálgun höfundar er að því leyti sérstök að bókin er eins og skýrsla um þennan dreng, Mahlke. Hann er  einn af þeim en öðru vísi, hann þarf ekki á þeim að halda. Fullorðna fólkið er að vissu leyti utan við sjónarhorn þessarar skýrslu og frásögnin varð á vissan hátt spennandi af því lesandinn þarf stöðugt að geta sér til um það sem ekki er sagt og hvers vegna. 

En stríðið nær þeim, stríðshetjurnar koma til þeirra inn í skólann og þeir eru undirbúnir fyrir sína þátttöku. Þessir drengir útskrifast ekki út í lífið eða til fara í háskóla. Þeir útskrifast í stríðið. 

Günter Grass hefur verið gagnrýndur fyrir þátttöku sína í stríðinu og fyrir að hafa ekki verið hreinskinn. Hann gekk í herinn 17 ára. Hann er orðinn 79 ára þegar hann gerir grein fyrir þessu í bókinni ,,Að flysja lauk". Nú þegar ég hef lesið þessar þrjár bækur, sem eru, Blikktromman, Köttur og mús og Að flysja lauk, finnst mér þær fjalla allar um þennan sama efnivið, undirbúning stríðs.

Ósjálfrátt bætist ein frásögn enn við í huga mér, bók Marchel Reich Ranicki, Mein Leben. Lýsing hans á menntaskólaárunum í Þýskalandi er hliðstæða við þessa frásögn. Ranicki er að vísu ekki í leikjaheimi, líf hans snýst um tónlist og bókmenntir. Þegar hann er 18 ára er honum  allt í einu er honum kippt upp með rótum, hann og fjölskylda hans eru send til Pólands þegar pólskættuðum Gyðingum er vísað úr landi. Þar bíður þeirra gettó. Ranicki tókst reyndar að sleppa þaðan og bjargaðist.  

Allar þessar bækur um unglinginn sem stendur frammi fyrir stríði hljóta að leiða huguann að stríðumum okkar í dag. Enn eru unglingar sem fara í stríð, ýmist viljugir eða tilneyddir. Og heimurinn er fullur af flóttafólki. Við huggum okkur með að stríðin séu langt í burtu en heimurinn er lítill. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 187189

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband