Sprell

image

Það er sól, það er vor og ég glöð og veit ekki hvort ég á að hjóla eða hlaupa.

Ég las í blaðinu í dag, eða var það í fréttunum, að það er búið að reikna það út að Íslendingar eru latir og þess vegna eiga þeir ekki skilið að fá hærra kaup.

Ég veit ekki um nokkurn mann sem veit hvað það eru mörg stéttarfélög í verkfalli eða á leiðinni í verkfall. Listamennirnir okkar eru óbrúklegir í útlöndum. En við getum verið sátt, því við eigum svo góða stjórnendur á æðstu stöðum að við þurfum að borga þeim formúur til að þeir verði ekki keyptir til útlanda. Og svo þurfum við að borga þeim bónus ofan á það.

Ég er löngu hætt að vinna og hef sjálfsagt verið löt. Ég þarf í sjálfu sér ekki að hafa áhyggjur, minn tími er búinn. En mér finnst það einhvern veginn óþægilegt að dingla svona. Mér finnst eins og ég hangi í lausu lofti. Mér finnst að ég sé eins og sprellikerling það sé verið að leika sér með mig.

Og þegar ég hugsa líkinguna til enda, veit ég að ég að ég dingla og það eru sprellikarlar sem halda í spottann sem heldur mér uppi. 

Í gamla daga þegar til var alvörufólk var þetta betra. Krónan reyndar var ónothæf þá eins og nú en menn sættu sig við höftin og skömmtunina líka ef með þurfti. Við stunduðum vöruskipti við land sem líka átti mynt sem bara var til heimabrúks. Allir græddu. En það voru aðrir tímar. 

En það er sól. Það er vor. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 187150

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband