Pílagrímsferð til að skoða vorið

image

Ég er farin að sjá verr, ég er að missa sjónina. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær. Ég velti fyrir mér hvort hún (sjónin) endist mig eða hvort ég fari á undan.

Eftir að þetta varð ljóst, hafa göngu- og hjólaferðir mínar öðlast nýja merkingu. Svo ég tali nú ekki um hlaupin.  Ég nýt enn betur þess sem augað sér. Ég gleðst. Á þann máta hefur sjón mín skerptst. 

Þessi stutti pistill er skrifaður eftir stutta gönguferð í Grasagarðinn í Laugardal, ég fer þangað reglulega til að tigna vorið. Þetta eru mínar pílagrímsferðir.

Ég ætlaði ekki að vera væmin, en er það kannski. Þetta með sjónina er ekki grín en heldur ekki neitt til að gera að harmsögu. Lífið réttir okkur alltaf eitthvað sem við höfum ekki beinlínis pantað, þá er að taka því. Ég einbeiti mér að því sem ég hef, get gert og að hjálpartækjum. Og úr því ég er byrjuð á þessu, má ég ekki gleyma læknavísindunum og því sem þau geta gert. Án þeirra væri ég líklega orðin staurblind. Ég er þakklát. 

Þessi pistill er helgaður vorinu. Og enn er eg orðin væmin. Til að bæta fyrir það ætla ég að bæta því við að í bjartsýni minni er ég ekki búin að gleyma óstjorninni í landinu og flæði heimskunnar. Ég vona bara að þeim takist ekki að rífa niður allt hið góða sem tekist hefur að byggja upp í þessu landi. Það eru fleiri en ég sem þurfa að reiða sig á heilbrigðiskerfið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband