Leitin að tilgangi lífsins

image

Menn þurfa að vera talsvert vel settir í lífinu, til að finna sig knúna til að leita að tilgangi lífsins. Margt fólk lætur sér einfaldlega nægja að komast af, eiga í sig og á leitast við að skapa öryggi í kringum sig og sína.

Í gær átti danska drottningin afmæli og okkur gafst tækifæri til að fylgjast með hirðlífi. Það er litskrúðugt. Þegar ég fæddist áttum við enn konung. Eina minning mín um það er umræða um að litla prinsessan og Ásdís systir mín eigi næstum sama afmælisdag (Ásdis er fædd 17.april). Mér fannst þetta öfundsvert. 

Eina kóngafólkið sem lifði af lýðræðisholskefluna, er fólk sem hafði vit og gæfu til að stíga ti hliðar og láta þinginu eftir að stýra landinu. Það er enn verið að launa því það. Við eigum forsetanefnu sem skilur þetta ekki. Það er önnur saga.

En ég er enn stödd á 19. öldinni. Eitt af því sem særði Önnu Karenínu var að hún var útilokuð frá hirðlífinu. Maður hennar sem var samviskusamur og duglegur embættismaður fékk orðu fyrir frá keisaranum um það leyti sem það var búið að ákveða á æðri stöðum að starfsframa hans væri lokið. Karenín vann að einhverjum umbótum á stjórnarfari og ekki hátt skrifuð persóna í sögunni hjá skapara sínum Tolstoj. Annað gildir um landeigandann Ljovin, Tolstoj hefur hann á hægra brjóstinu, sem er kannski ekkert merkilegt því hann er honum líkur um margt. Ljovin hefur óbeint á samkvæmislífinu og flýr á vit hins óbrotna og einfalda sveitalífs, en hann er svo heppinn að eiga óðal og jarðir. En það er í mörgu að snúast, eftir að bændaánauðinni var áflétt er erfitt að reka góss. Þau bera sig ekki og Ljovin hugar að umbótum á landbúnaði og fundar sér við býflugnaræktun. Hann ræktar garðinn sinn, hefur fundið tilgang lífsins.

Ein dásamlegasta sena bókarinnar á sér stað í lok sögunnar við býflugnabúin. Meðan Dollý mágkona hans matar börnin á ferskum gúrkum og hunangi, ræða karlmennirnir um hugtakið þjóð. Þeir ræða um tilvist þjóðarsálarinnar. Ljovin dregur það mjög í efa.

Ástæðan fyrir þessari umræðu er stríð Tyrkja við Serba. En þar sem Serbar eru slavar eins og Rússar rann þeim blóðið til skyldunnar og þyrptust sem sjálfboðaliðar í stríðið, til að hjálpa bræðraþjóð. Keisarinn hafði ekki lýst yfir stríði og Ljovin sem var friðarsinni gaf lítið fyrir hugtakið þjóðarvilji og frændskapur. Það gat ekki réttlætt dráp á Tyrkjum sem er menn eins og við. 

En það átti margt eftir að drífa á daga Rússa eftir að Tolstoj féll frá (1910). Keisarafjölskyldan myrt, bæmdur sviptir eignum sínum og síðan sveltir og nú sitja þeir uppi með Pútín. 

En það eru fleiri en Birtingur og Ljovin sem finna sig í garðræktinni. Ég er sjálf búin að leigja mér lítinn skika af Borginni og þar ætla ég að grafa eftir tilgangi lífsins næsta sumar sem ég veit, hvað sem öllum spám líður, að verður gott sumar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 187116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband