Ráðaleysi Önnu Karenínu

image

Ég hef nú í meira en mánuð dvalið með rússnesku fólki. Fyrst með Karamazovfjölskyldunni í boði Dostojevskís og síðan með skylduliði Önnu Karenínu og hefðarfólkinu í Pétursborg og Moskvu í boði Tolstojs.Þetta eru ólíkir heimar, Dostojevskí tilheyrir ekki efnastéttinn,Tolstoj hrærist í fínni kreðsum. Ég sakna enn Karamazov en í þessum stutta pistli ætla ég að tala um Önnu.

Eiginlega er Anna aukapersóna í eigin sögu. Tilvist hennar skiptir í raun ekki miklu máli, hún er þarna einungis til að upplýsa okkur um hvar jaðar mannlífsins er fyrir konur. Sú sem stígur út fyrir hann hrapar, ferst. Anna verður óvart ástfangin af glæsimenni og verður fangi ástarinnar. Hún ræður ekki lengur yfir lífi sínu og hefur kannski aldrei gert það.  Hún hefði vel getað stofnað til ósköp venjulegs framhjáhalda, eins og konur á þessum tíma gerðu en hjá henni var ástin allt eða ekkert. Viðbrögð samfélagsins eru skýr, hún er hundsuð og útlokuð. Þannig er henni refsað. Og hún brotnar. 

Annars fáum við ekki mikið að vita um persónu Önnu. Hún er falleg og töfrandi. Hún er vel að sér, les bækur og fylgist vel með umræðum í blöðum. Hún hefur yndi af börnum, a.m.k. framan af. Hún vinnur að því að skrifa barnabók. Eftir að hún hefur verið útilokuð frá samkomum fína fólksins (en unnusti hennar heldur áfram að skemmta sér), verður hún haldin sjúklegri afbrýðisemi, hún er æst, á erfitt með svefn og fær róandi (ópíum). Leiðin liggur niður á við.

En af hverju segi ég að hún sé aukapersóna í eigin sögu? Það er vegna þess að það er mjög greinilegt hver er aðalpersóna sögunnar, sá sem ber hana uppi. Dálæti höfundar á draumlynda sveitamanninum og gósseigandanum Ljovin leynir sér ekki. Ljovin fær að hugsa allar fallegu hugsanirnar, honum er kannski svolítið stirt um mál en hann er góður. Hann trúir á kærleikann og tengsl rússneska bóndans við gróðurmoldina. Hann unir sér við að rækta býflugur og koma á umbótum í landbúnaði.Gott ef þau eru ekki bæði til staðar í honum Bjartur og Rauðsmýrarmaddaman. En það var ekki hann sem ég ætlaði að tala um hér, heldur Anna.  

Hún var vel sett, gift manni í góðri stöðu, meðan hún fór ekki af básnum sínum. En hún fór, leið á karlinum og ástfangin af glæsimenni. Þegar henni er hafnað af samfélaginu er hún varnarlaus. Hún gerir aldrei þá uppreisn sem hún hefði þurft að gera, það vantaði í hana uppreisnarandann. Engin kom henni til bjargar.

Elsku Anna. Af hverju laukst þú ekki heldur við bókina sem þú varst að skrifa og hugsaðir um Önnu litlu og fósturdótturina sem þú varst svo góð að kenna?

Hvað hefðir þú, Anna, gert i dag?

Elsku allar Önnur Karenínur. Ekki leyfa neinum að gera ykkur að aukapersónum í sinni sögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 187116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband