Þægu börnin og Lína

image

Ég fór í leikhús í dag og sá Línu Langsokk í Borgarleikhúsinu. Salurinn var troðfullur af börnum, pöbbum, mömmum, öfum og ömmum. Og sjálfsagt fleira fólki sem var að gleðja barnið í sér eða hafði fengið lánuð börn. Þótt allir þekki söguna um Línu, biðu allir óþreyjufullir eftir því að tjaldið væri dregið frá. Það var dauðaþögn í salnum og ég man ekki til þess að ég hafi nokkurn tíma séð svona mörg þæg börn samankomin.

Lína kom með hvelli og hún var sjálfri sér lík. Sviðið er dásamlegt. Fallegt og fullt af spennandi hlutum. Ég gleðst alltaf þegar ég hugsa um innanhúss arketektúr Línu. En aðallega er Lína þó þekkt fyrir viðhorf sitt til ríkjandi hefða um hvað megi og eigi og um það hvernig fólk lætur tjóður vanans hefta sig í að njóta lífsins. Og svo er hún líka skemmtileg af því hún er sterk og rík en þó aðallega hugmyndarík. 

Þegar þessi bók kom út á sínum tíma (1945), voru margir með efasemdir um boðskapinn. Var ekki varasamt að sleppa þessari ósiðuðu stelpu inn í heim barnanna? En börnin voru aldrei í neinum vafa, þau elskuðu Línu og skildu boðskap bókarinnar líklega betur en margur fullorðinn. Þau skildu að Lína er að boða annað og meira en óþægð og uppreisn. Börn skilja nefnilega alveg það sem er undirliggjandi uppátækjunum, Lína vill að börn séu virt sem manneskjur og þau þurfi að fá leyfi til að leika sér, gleðjast og skapa. 

Ég man vel þegar ég las mína fyrstu Línubók. Bókin kom inn á heimilið með stúlku að sunnan sem var fóstruð á næsta bæ. Ég man að ég var þá sjálf með efasemdir í garð Línu. Er þetta í lagi hugsaði ég. Enda stillt stúlka (reyndar hef ég komist að því núna að flest börn hugsa um sig sem þæg börn) og óvön svona bókum. 

Í dag hugsaði ég um hversu börnin í leikhúsinu voru prúð. Svo fór ég að hugsa um hvernig Lína dagsins í dag þyrfti að vera til að ganga fram af fólki, nú þegar ekki er lengur hægt að ganga fram af fólki. Ekki fann ég neitt svar við því enda kannski alveg óþarfi að uppfæra Línu. Ég gat ekki betur séð en allir skemmtu sér. 

Leikhús er töfrar og það fær mann til að samþykkja og trúa þeirri veröld sem það skapar. Þannig var þetta í Borgarleikhúsinu í dag. Leikur, söngur, tónlist og dans, allt gekk upp og sviðið var hrífandi. Það var aðeins eitt sem ég var ekki ánægð með en það var hljómurinn í græjunum. Söngurinn var oft eins og gjallandi, næstum holur á hæstu tónunum. Þetta var ekki söngvurumum að kenna, ég veit það af því ég þekki þá. Af hverju er ekki hægt að stýra þessari tækni? 

Ég segi því eins og Lína: Maður fær nú að reyna ýmislegt áður en eyrun detta af manni (þetta er tilvitnun eftir minni í fyrstu bókina sem ég las um Línu).

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 187116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband